Íslenski boltinn

Fylkir semur við sænskan framherja

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Zekovic eftir undirskriftina í gærkvöldi.
Zekovic eftir undirskriftina í gærkvöldi. Mynd/Fylkismenn.com
Fylkismenn vonast til að hafa fundið manninn sem á að skora mörkin fyrir liðið í sumar en það samdi til eins árs við sænska framherjann SadmirZekovic í gærkvöldi.

Þetta kemur fram á fylkismenn.com en Zekovic, sem er fæddur árið 1994, hefur æft með Fylki undanfarna daga.

Zekovic er fæddur í Svartfjallalandi en uppalinn í Svíþjóð, að því fram kemur á fylkismenn.com, en hann var síðast á mála hjá ítalska A-deildarliðinu Catania.

Hann var keyptur þaðan fyrir tveimur árum frá Malmö í Svíþjóð en þar er hann uppalinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×