Spá FBL og Vísis: Fjölnir hafnar í 12. sæti 22. apríl 2014 06:00 Fjölnismenn eru mættir aftur í Pepsi-deildina. Vísir/Hag Fjölnir er mættur aftur í deild þeirra bestu eftir fjögurra ára fjarveru. Liðið komst í fyrsta skipti upp í úrvalsdeildina 2008 og hélt sæti sínu þá með glæsibrag. Árið eftir var mun erfiðara og féll Fjölnir úr deildinni. Fáir spáðu Grafarvogsliðinu upp um deild á síðasta tímabili. Það byrjaði heldur ekki vel undir stjórn Ágústs Gylfasonar og fékk aðeins fjögur stig í fyrstu fimm umferðunum. En Fjölnismenn létu það ekki á sig fá heldur tóku til í varnarleiknum sem varð svo þeirra aðalsmerki. Fjölnir tapaði þremur leikjum af fyrstu fimm en svo aðeins tveimur leikjum það sem eftir lifði sumars. Með Aron Sigurðarson í fantaformi í sókninni og trausta leikmenn sem spilað hafa lengi með liðinu þrátt fyrir ungan aldur vann Fjölnir 1. deildina og verðskuldar sitt sæti á meðal þeirra bestu. Nýliðarnir hafa verið rólegir á félagaskiptamarkaðnum en fengið GunnarMá Guðmundsson, Herra Fjölni, aftur heim sem ætti að styrkja liðið. Það missti engan lykilmann í vetur en stærð hópsins er stórt spurningarmerki.Gengi Fjölnis síðustu sex tímabil:2008 (6. sæti)2009 (12. sæti)2010 (B-deild, 4. sæti)2011 (B-deild, 5. sæti)2012 (B-deild, 7. sæti)2013 (B-deild, 1. sæti)Íslandsmeistarar: Aldrei (6. sæti 2008)Bikarmeistarar: Aldrei (Úrslit 2007 og 2008)Tölur Fjölnis í 1. deild 2013: Mörk skoruð: 6. sæti (1,7 í leik) Mörk á sig: 1. sæti (1,1 í leik) Stig heimavelli: 7. sæti (17 af 33, 51%) Stig á útivelli: 1. sæti (26 af 33, 79%)Nýju mennirnir: Einar Karl Ingvarsson (FH) Gunnar Már Guðmundsson (ÍBV) Gunnar Valur Gunnarsson (KA) Christopher Tsonis (Tindastóll) Björn Orri Hermannsson (Hamar)Vísir/Hag EINKUNNASPJALDIÐ:Vörnin: 3 stjörnur Varnarleikurinn var aðalsmerki Fjölnismanna í 1. deildinni í fyrra og eitthvað sem liðið verður að byggja á fyrir sumarið. Það tók rispu um mitt sumar á síðustu leiktíð þar sem það fékk aðeins á sig tvö mörk í níu leikjum og hélt hreinu í fjórum leikjum í röð. Fyrirliðinn Bergsveinn Ólafsson (f. 1992) og hinn hávaxni Haukur Lárusson (f. 1987) mynda frábært miðvarðarpar. Haukur hefur aðeins verið frá vegna meiðsla í vetur en þessir menn þurfa að færa sinn leik upp um eitt þrep og ef þeir gera það verður varnarleikur Fjölnismanna í góðum málum. Sóknin: 1 stjarna Fjölnismenn skoruðu minnst af toppliðunum í 1. deildinni í fyrra og hafa ekkert verið að raða inn mörkum á undirbúningstímabilinu. Markavélin Aron Sigurðarson, sonur Sigurðar Hallvarðssonar, sem sló í gegn í fyrra og skoraði 10 mörk, fór í aðgerð í vetur og verður mögulega ekki 100 prósent klár í byrjun móts. Fjölnir fékk til sín bandaríska framherjann Christopher Tsonis sem spilaði með Tindastóli í fyrra og skoraði þar 6 mörk í 20 leikjum. Við hlið hans til að byrja með verða Ragnar Leósson, sem heillaði fáa með ÍBV í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð, og Guðmundur Karl Guðmundsson. Ragnar hefur þó verið sjóðheitur á undirbúningstímabilinu og skorað sjö mörk í fimm leikjum í Lengjubikarnum. Þar er hæfileikapiltur á ferð sem gæti sprungið út. Spurningarmerkin í sóknarleiknum eru þó of mörg og virðast klárlega veikleiki nýliðanna.Þjálfarinn: 2 stjörnur Ágúst Gylfason er öllum kunnur sem leikmaður en eftir að hafa lokið þeim ferli í Grafarvoginum gerðist hann aðstoðarþjálfari Ásmundar Arnarsonar auk þess sem hann stýrði 2. flokki félagsins og venslafélaginu Birninum í 4. deildinni. Hann tók svo við aðalliðinu þegar Ásmundur Arnarson fór til Fylkis fyrir sumarið 2012. Ágúst hafnaði með Fjölnisliðið í 7. sæti á sínu fyrsta tímabili og fór svo upp með það í fyrra á sínu öðru ári. Hann sýndi hæfileika sína sem þjálfari þegar hann tók til í liðinu og byggði frá vörninni eftir slaka byrjun í fyrra og vann 1. deildina. Hann er aftur á móti algjörlega reynslulaus sem þjálfari í efstu deild.Breiddin: 1 stjarna Byrjunarlið Fjölnismanna er ágætt þegar allir eru heilir. Markvörðurinn Þórður Ingason hefur spilað í efstu deild áður og miðjan gæti verið nokkuð sterk með þá Illuga Þór Gunnarsson, einn albesta leikmann 1. deildarinnar undanfarin ár, Gunnar Má Guðmundsson og Einar Karl Ingvarsson sem liðið fékk á láni frá FH. Hann verður þó að sýna hann geti verið stór fiskur í lítilli tjörn. Séu allir heilir verða Fjölnismenn með möguleika á bekknum á borð við Þóri Guðjónsson sem átti erfitt uppdráttar í Pepsi-deildinni í fyrra en blómstraði í 1. deild, og Árna Kristin Gunnarsson eða Gunnar Val Gunnarsson í varnarleikinn. En í Grafarvogi er öflugt unglingastarf og á liðið mikið af spennandi strákum á borð við Viðar Ara Jónsson og Júlíus Orra Óskarsson. Þetta er samt ekki mikið í deild þeirra bestu.Liðsstyrkurinn: 2 stjörnur Fjölnismenn hafa verið mjög rólegir á félagaskiptamarkaðnum í vetur. Það kom nákvæmlega engum á óvart þegar liðið náði í Herra Fjölni, Gunnar Má Guðmundsson, sem styrkir liðið og Einar Karl Ingvarsson á láni frá FH. Hann gæti einnig verið öflugur í Grafarvoginum. Þá er Gunnar Valur Gunnarsson kominn „heim“ aftur. Leikmaður sem getur spilað allar stöðurnar í vörninni. Þetta eru allt spilarar sem styrkja Fjölnisliðið sem er gott en nýliðarnir hefðu þurft að fá fleiri menn. Hópurinn er hættulega þunnur.Hefðin: 1 stjarna Það ríkir ekki mikil hefð fyrir úrvalsdeildarfótbolta í Grafarvoginum. Liðið komst upp í úrvalsdeildina í fyrsta skipti í sögu félagsins 2007 og spilaði í deild þeirra bestu 2008. Það ár var ævintýri líkast fyrir liðið enda stóð það sig frábærlega. Tveir bikarúrslitaleikir gerðu líka mikið fyrir starfið í Grafarvoginum.Bergsveinn ÓlafssonVísir/VilhelmLykilmaðurinn: Bergsveinn ÓlafssonBergsveinn Ólafsson hefur hægt og bítandi verið að stela titlinum sem Herra Fjölnir á meðan Gunnar Már hélt í Víking til Hafnarfjarðar, Akureyrar og Vestmannaeyja. Hann er a.m.k. orðinn prinsinn í Grafarvoginum. Frábær miðvörður með mikla hæfileika. Sterkur og góður á boltann. Hann er fyrirliði liðsins og algjör lykilmaður innan sem utan vallar. Það er mikið á herðar ungs manns lagt að þurfa að fara fyrir Pepsi-deildar liði á sínu fyrsta tímabili í deild þeirra bestu en Bergsveinn á að geta staðið undir því.Fylgstu með þessum: Guðmundur Karl Guðmundsson Guðmundur Karl Guðmundsson er fæddur 1991 en búinn að vera fastamaður í Fjölnisliðinu í fjögur ár. Hefur verið einn besti leikmaður 1. deildar undanfarin ár og getur leyst margar stöður. Hann hefur mest verið á miðjunni en Ágúst er búinn að færa hann út á vænginn þar sem hann getur skapað mikinn usla. Þokkalega fljótur en mjög góður með boltann og hefur mikla yfirsýn.Spá Vísis og Fréttablaðsins fyrir Pepsi-deild karla sumarið 2014: 1. sæti ??? 2. sæti ??? 3. sæti ??? 4. sæti ??? 5. sæti ??? 6. sæti ??? 7. sæti ??? 8. sæti ??? 8. sæti ??? 10. sæti ???11. sæti Á morgun12. sæti Fjölnir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Fjölnir er mættur aftur í deild þeirra bestu eftir fjögurra ára fjarveru. Liðið komst í fyrsta skipti upp í úrvalsdeildina 2008 og hélt sæti sínu þá með glæsibrag. Árið eftir var mun erfiðara og féll Fjölnir úr deildinni. Fáir spáðu Grafarvogsliðinu upp um deild á síðasta tímabili. Það byrjaði heldur ekki vel undir stjórn Ágústs Gylfasonar og fékk aðeins fjögur stig í fyrstu fimm umferðunum. En Fjölnismenn létu það ekki á sig fá heldur tóku til í varnarleiknum sem varð svo þeirra aðalsmerki. Fjölnir tapaði þremur leikjum af fyrstu fimm en svo aðeins tveimur leikjum það sem eftir lifði sumars. Með Aron Sigurðarson í fantaformi í sókninni og trausta leikmenn sem spilað hafa lengi með liðinu þrátt fyrir ungan aldur vann Fjölnir 1. deildina og verðskuldar sitt sæti á meðal þeirra bestu. Nýliðarnir hafa verið rólegir á félagaskiptamarkaðnum en fengið GunnarMá Guðmundsson, Herra Fjölni, aftur heim sem ætti að styrkja liðið. Það missti engan lykilmann í vetur en stærð hópsins er stórt spurningarmerki.Gengi Fjölnis síðustu sex tímabil:2008 (6. sæti)2009 (12. sæti)2010 (B-deild, 4. sæti)2011 (B-deild, 5. sæti)2012 (B-deild, 7. sæti)2013 (B-deild, 1. sæti)Íslandsmeistarar: Aldrei (6. sæti 2008)Bikarmeistarar: Aldrei (Úrslit 2007 og 2008)Tölur Fjölnis í 1. deild 2013: Mörk skoruð: 6. sæti (1,7 í leik) Mörk á sig: 1. sæti (1,1 í leik) Stig heimavelli: 7. sæti (17 af 33, 51%) Stig á útivelli: 1. sæti (26 af 33, 79%)Nýju mennirnir: Einar Karl Ingvarsson (FH) Gunnar Már Guðmundsson (ÍBV) Gunnar Valur Gunnarsson (KA) Christopher Tsonis (Tindastóll) Björn Orri Hermannsson (Hamar)Vísir/Hag EINKUNNASPJALDIÐ:Vörnin: 3 stjörnur Varnarleikurinn var aðalsmerki Fjölnismanna í 1. deildinni í fyrra og eitthvað sem liðið verður að byggja á fyrir sumarið. Það tók rispu um mitt sumar á síðustu leiktíð þar sem það fékk aðeins á sig tvö mörk í níu leikjum og hélt hreinu í fjórum leikjum í röð. Fyrirliðinn Bergsveinn Ólafsson (f. 1992) og hinn hávaxni Haukur Lárusson (f. 1987) mynda frábært miðvarðarpar. Haukur hefur aðeins verið frá vegna meiðsla í vetur en þessir menn þurfa að færa sinn leik upp um eitt þrep og ef þeir gera það verður varnarleikur Fjölnismanna í góðum málum. Sóknin: 1 stjarna Fjölnismenn skoruðu minnst af toppliðunum í 1. deildinni í fyrra og hafa ekkert verið að raða inn mörkum á undirbúningstímabilinu. Markavélin Aron Sigurðarson, sonur Sigurðar Hallvarðssonar, sem sló í gegn í fyrra og skoraði 10 mörk, fór í aðgerð í vetur og verður mögulega ekki 100 prósent klár í byrjun móts. Fjölnir fékk til sín bandaríska framherjann Christopher Tsonis sem spilaði með Tindastóli í fyrra og skoraði þar 6 mörk í 20 leikjum. Við hlið hans til að byrja með verða Ragnar Leósson, sem heillaði fáa með ÍBV í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð, og Guðmundur Karl Guðmundsson. Ragnar hefur þó verið sjóðheitur á undirbúningstímabilinu og skorað sjö mörk í fimm leikjum í Lengjubikarnum. Þar er hæfileikapiltur á ferð sem gæti sprungið út. Spurningarmerkin í sóknarleiknum eru þó of mörg og virðast klárlega veikleiki nýliðanna.Þjálfarinn: 2 stjörnur Ágúst Gylfason er öllum kunnur sem leikmaður en eftir að hafa lokið þeim ferli í Grafarvoginum gerðist hann aðstoðarþjálfari Ásmundar Arnarsonar auk þess sem hann stýrði 2. flokki félagsins og venslafélaginu Birninum í 4. deildinni. Hann tók svo við aðalliðinu þegar Ásmundur Arnarson fór til Fylkis fyrir sumarið 2012. Ágúst hafnaði með Fjölnisliðið í 7. sæti á sínu fyrsta tímabili og fór svo upp með það í fyrra á sínu öðru ári. Hann sýndi hæfileika sína sem þjálfari þegar hann tók til í liðinu og byggði frá vörninni eftir slaka byrjun í fyrra og vann 1. deildina. Hann er aftur á móti algjörlega reynslulaus sem þjálfari í efstu deild.Breiddin: 1 stjarna Byrjunarlið Fjölnismanna er ágætt þegar allir eru heilir. Markvörðurinn Þórður Ingason hefur spilað í efstu deild áður og miðjan gæti verið nokkuð sterk með þá Illuga Þór Gunnarsson, einn albesta leikmann 1. deildarinnar undanfarin ár, Gunnar Má Guðmundsson og Einar Karl Ingvarsson sem liðið fékk á láni frá FH. Hann verður þó að sýna hann geti verið stór fiskur í lítilli tjörn. Séu allir heilir verða Fjölnismenn með möguleika á bekknum á borð við Þóri Guðjónsson sem átti erfitt uppdráttar í Pepsi-deildinni í fyrra en blómstraði í 1. deild, og Árna Kristin Gunnarsson eða Gunnar Val Gunnarsson í varnarleikinn. En í Grafarvogi er öflugt unglingastarf og á liðið mikið af spennandi strákum á borð við Viðar Ara Jónsson og Júlíus Orra Óskarsson. Þetta er samt ekki mikið í deild þeirra bestu.Liðsstyrkurinn: 2 stjörnur Fjölnismenn hafa verið mjög rólegir á félagaskiptamarkaðnum í vetur. Það kom nákvæmlega engum á óvart þegar liðið náði í Herra Fjölni, Gunnar Má Guðmundsson, sem styrkir liðið og Einar Karl Ingvarsson á láni frá FH. Hann gæti einnig verið öflugur í Grafarvoginum. Þá er Gunnar Valur Gunnarsson kominn „heim“ aftur. Leikmaður sem getur spilað allar stöðurnar í vörninni. Þetta eru allt spilarar sem styrkja Fjölnisliðið sem er gott en nýliðarnir hefðu þurft að fá fleiri menn. Hópurinn er hættulega þunnur.Hefðin: 1 stjarna Það ríkir ekki mikil hefð fyrir úrvalsdeildarfótbolta í Grafarvoginum. Liðið komst upp í úrvalsdeildina í fyrsta skipti í sögu félagsins 2007 og spilaði í deild þeirra bestu 2008. Það ár var ævintýri líkast fyrir liðið enda stóð það sig frábærlega. Tveir bikarúrslitaleikir gerðu líka mikið fyrir starfið í Grafarvoginum.Bergsveinn ÓlafssonVísir/VilhelmLykilmaðurinn: Bergsveinn ÓlafssonBergsveinn Ólafsson hefur hægt og bítandi verið að stela titlinum sem Herra Fjölnir á meðan Gunnar Már hélt í Víking til Hafnarfjarðar, Akureyrar og Vestmannaeyja. Hann er a.m.k. orðinn prinsinn í Grafarvoginum. Frábær miðvörður með mikla hæfileika. Sterkur og góður á boltann. Hann er fyrirliði liðsins og algjör lykilmaður innan sem utan vallar. Það er mikið á herðar ungs manns lagt að þurfa að fara fyrir Pepsi-deildar liði á sínu fyrsta tímabili í deild þeirra bestu en Bergsveinn á að geta staðið undir því.Fylgstu með þessum: Guðmundur Karl Guðmundsson Guðmundur Karl Guðmundsson er fæddur 1991 en búinn að vera fastamaður í Fjölnisliðinu í fjögur ár. Hefur verið einn besti leikmaður 1. deildar undanfarin ár og getur leyst margar stöður. Hann hefur mest verið á miðjunni en Ágúst er búinn að færa hann út á vænginn þar sem hann getur skapað mikinn usla. Þokkalega fljótur en mjög góður með boltann og hefur mikla yfirsýn.Spá Vísis og Fréttablaðsins fyrir Pepsi-deild karla sumarið 2014: 1. sæti ??? 2. sæti ??? 3. sæti ??? 4. sæti ??? 5. sæti ??? 6. sæti ??? 7. sæti ??? 8. sæti ??? 8. sæti ??? 10. sæti ???11. sæti Á morgun12. sæti Fjölnir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti