Verkfalli frestað til 22.maí: "Okkar fólk mætir til vinnu á morgun" Hrund Þórsdóttir skrifar 29. apríl 2014 20:00 Samninganefndir flugvallastarfsmanna og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia funduðu í alla nótt án árangurs og var fundi slitið á sjöunda tímanum í morgun. Ótímabundið verkfall sem hefjast átti klukkan fjögur í nótt hefði náð til yfir 400 flugvallastarfsmanna og leggja átti niður tugi áætlunarflugferða með þúsundir farþega, strax á morgun. Allt flug til og frá landinu og innanlandsflug hefði lagst niður. Fundahöld hófust aftur hjá ríkissáttasemjara um klukkan tvö í dag. Eftir því sem líða tók á daginn varð hljóðið í fundarmönnum léttara og klukkan rúmlega sex tilkynnti Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, að fyrirhugaðri vinnustöðvun hefði verið frestað til tuttugasta og annars maí næstkomandi. „Vinnustöðvun hefur ekki verið aflýst en hluti af sátt er að henni verður frestað til 22.maí. Við höfum náð grunni að samkomulagi sem við munum byggja á og teljum okkur þess umbúin að fresta aðgerðum. Við höfum síðan rúman tíma til að kynna samninginn og greiða um hann atkvæði,“ sagði Kristján. „Okkar fólk mætir til vinnu á morgun eins og ekkert hafi ískorist og engar frekari aðgerðir eru fyrirhugaðar. Við höldum áfram að funda og vonandi klárum við samning í kvöld.“ Kristján vildi ekki ræða innihald nýs tilboðs en sagði að samningsaðilar þyrftu að gera málamiðlanir. Flugmenn Icelandair hafa boðað til nokkurra verkfalla í maí og flugfreyjur hjá Wow vísuðu sínum kjaramálum til ríkissáttasemjara í dag. Það er þó ljóst að þeir sem hugðu á flugferðir á morgun, munu komast ferða sinna. Tengdar fréttir Lög á verkfall líklega kynnt ríkisstjórninni í dag Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu um klukkan hálftíu í morgun. 29. apríl 2014 09:51 Samningaviðræður við flugvallastarfsmenn brotlenda Eins og staðan er nú stefnir allt í verkfall flugvallastarfsmanna sem þýðir að á morgun lamast allar flugsamgöngur til og frá Íslandi. 29. apríl 2014 06:46 Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38 Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Sjá meira
Samninganefndir flugvallastarfsmanna og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia funduðu í alla nótt án árangurs og var fundi slitið á sjöunda tímanum í morgun. Ótímabundið verkfall sem hefjast átti klukkan fjögur í nótt hefði náð til yfir 400 flugvallastarfsmanna og leggja átti niður tugi áætlunarflugferða með þúsundir farþega, strax á morgun. Allt flug til og frá landinu og innanlandsflug hefði lagst niður. Fundahöld hófust aftur hjá ríkissáttasemjara um klukkan tvö í dag. Eftir því sem líða tók á daginn varð hljóðið í fundarmönnum léttara og klukkan rúmlega sex tilkynnti Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, að fyrirhugaðri vinnustöðvun hefði verið frestað til tuttugasta og annars maí næstkomandi. „Vinnustöðvun hefur ekki verið aflýst en hluti af sátt er að henni verður frestað til 22.maí. Við höfum náð grunni að samkomulagi sem við munum byggja á og teljum okkur þess umbúin að fresta aðgerðum. Við höfum síðan rúman tíma til að kynna samninginn og greiða um hann atkvæði,“ sagði Kristján. „Okkar fólk mætir til vinnu á morgun eins og ekkert hafi ískorist og engar frekari aðgerðir eru fyrirhugaðar. Við höldum áfram að funda og vonandi klárum við samning í kvöld.“ Kristján vildi ekki ræða innihald nýs tilboðs en sagði að samningsaðilar þyrftu að gera málamiðlanir. Flugmenn Icelandair hafa boðað til nokkurra verkfalla í maí og flugfreyjur hjá Wow vísuðu sínum kjaramálum til ríkissáttasemjara í dag. Það er þó ljóst að þeir sem hugðu á flugferðir á morgun, munu komast ferða sinna.
Tengdar fréttir Lög á verkfall líklega kynnt ríkisstjórninni í dag Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu um klukkan hálftíu í morgun. 29. apríl 2014 09:51 Samningaviðræður við flugvallastarfsmenn brotlenda Eins og staðan er nú stefnir allt í verkfall flugvallastarfsmanna sem þýðir að á morgun lamast allar flugsamgöngur til og frá Íslandi. 29. apríl 2014 06:46 Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38 Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Sjá meira
Lög á verkfall líklega kynnt ríkisstjórninni í dag Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu um klukkan hálftíu í morgun. 29. apríl 2014 09:51
Samningaviðræður við flugvallastarfsmenn brotlenda Eins og staðan er nú stefnir allt í verkfall flugvallastarfsmanna sem þýðir að á morgun lamast allar flugsamgöngur til og frá Íslandi. 29. apríl 2014 06:46
Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38
Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent