Innlent

Þrír handteknir við Höfðatorg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Höfðatorg.
Höfðatorg. Vísir/GVA
Gestum Hamborgarafabrikkunnar í Borgartúni brá í brún þegar nokkrir lögreglumenn handtóku þrjá menn fyrir utan veitingastaðinn á þriðja tímanum í dag.

Að sögn lögreglunnar höfðu þremenningarnir gengið um nærliggjandi götur, sparkað í bíla og brotið spegla. Voru þeir í annarlegu ástandi.

Lögreglan mun svipast um eftir þeim bílum sem urðu fyrir skemmdum. Skýrsla verður tekin af mönnunum þegar af þeim rennur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×