„Gúgglaður“ Hólmvíkingur bjargar þýskum ferðamönnum Bjarki Ármannsson skrifar 17. apríl 2014 20:17 Útsýni yfir Hólmavík. Vísir/Garðar Örn Úlfarsson „Þetta er náttúrulega allt mér að kenna sjálfur, ég er á Fésbókinni og er mikið á netinu,“ segir Jón Halldórsson, íbúi á Hólmavík og bílaáhugamaður, um einkennilegt símtal sem hann fékk fyrr í dag. „Það var hringt í mig frá bílaleigu í Reykjavík sem ég svosem þekki ekki neitt,“ segir Jón. Talsmaður bílaleigunnar tjáði honum það að tvær þýskar konur sem leigt höfðu bíl í Reykjavík væru í vandræðum á Hólmavík. Starfsmenn leigunnar hefðu einfaldlega „gúgglað“ þangað til þeir fundu einhvern sem gæti hjálpað. „Ég er með vefsíðu sem er Hólmavík 123,“ segir Jón, en á þeirri síðu tjáir hann sig meðal annars um bíla. „Hann sagði að það væru mæðgur í vandræðum og spurði hvort ég gæti reddað þeim.“ Þegar Jón mætti á planið á N1 í Hólmavík, þar sem mæðgurnar sátu fastar, kom babb í bátinn. „Ég skildi ekki eitt einasta orð sem þær sögðu,“ segir Jón. „Ég er algjörlega ómenntaður í öllu sem heitir tungumál þannig að við skildum hvort annað ekki neitt. Þetta var afskaplega aumingjalegt, vægast sagt.“ Bílaleigan hafði þó þegar greint Jóni frá því að konurnar hefðu óvart sett bensín á bílinn sem ætlaður er diesel-olíu. „Þá þurfti ég að rífa úr honum sætin til að komast að tanknum ofan frá,“ segir Jón. Hann stærir sig réttilega af þeirri staðreynd að hann hefur aldrei þurft að fara með bíl á verkstæði og mun að sögn aldrei gera það. Mæðgurnar komust loks af stað en þær áttu að ná flugi frá Keflavík nú í kvöld. Jón hefur enga leið að vita hvort þeim hafi tekist það. En finnst honum svona lítið tiltökumál að stökkva í annarra manna bílavandræði með engum fyrirvara? „Þetta er ekkert nýtt,“ segir Jón. „Ég er alinn hérna upp í sveit þar sem allir hjálpa öllum.“ Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
„Þetta er náttúrulega allt mér að kenna sjálfur, ég er á Fésbókinni og er mikið á netinu,“ segir Jón Halldórsson, íbúi á Hólmavík og bílaáhugamaður, um einkennilegt símtal sem hann fékk fyrr í dag. „Það var hringt í mig frá bílaleigu í Reykjavík sem ég svosem þekki ekki neitt,“ segir Jón. Talsmaður bílaleigunnar tjáði honum það að tvær þýskar konur sem leigt höfðu bíl í Reykjavík væru í vandræðum á Hólmavík. Starfsmenn leigunnar hefðu einfaldlega „gúgglað“ þangað til þeir fundu einhvern sem gæti hjálpað. „Ég er með vefsíðu sem er Hólmavík 123,“ segir Jón, en á þeirri síðu tjáir hann sig meðal annars um bíla. „Hann sagði að það væru mæðgur í vandræðum og spurði hvort ég gæti reddað þeim.“ Þegar Jón mætti á planið á N1 í Hólmavík, þar sem mæðgurnar sátu fastar, kom babb í bátinn. „Ég skildi ekki eitt einasta orð sem þær sögðu,“ segir Jón. „Ég er algjörlega ómenntaður í öllu sem heitir tungumál þannig að við skildum hvort annað ekki neitt. Þetta var afskaplega aumingjalegt, vægast sagt.“ Bílaleigan hafði þó þegar greint Jóni frá því að konurnar hefðu óvart sett bensín á bílinn sem ætlaður er diesel-olíu. „Þá þurfti ég að rífa úr honum sætin til að komast að tanknum ofan frá,“ segir Jón. Hann stærir sig réttilega af þeirri staðreynd að hann hefur aldrei þurft að fara með bíl á verkstæði og mun að sögn aldrei gera það. Mæðgurnar komust loks af stað en þær áttu að ná flugi frá Keflavík nú í kvöld. Jón hefur enga leið að vita hvort þeim hafi tekist það. En finnst honum svona lítið tiltökumál að stökkva í annarra manna bílavandræði með engum fyrirvara? „Þetta er ekkert nýtt,“ segir Jón. „Ég er alinn hérna upp í sveit þar sem allir hjálpa öllum.“
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira