Innlent

Frestun verkfallsins á Herjólfi sett til nefndar

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Hanna Birna sagði ákvörðunina ekki auðvelda.
Hanna Birna sagði ákvörðunina ekki auðvelda. Vísir/Gunnar
Frumvarp um frestun verkfalls undirmanna á Herjólfi til 15. september hefur verið komið til umhverfis- og samgöngunefndar. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag.

Samkvæmt frumvarpinu mun gildistími kjarasamningsins sem deilt er um vera framlengdur fram á haust 2014, að því gefnu að ekki náist að semja um nýjan kjarasamning fyrir þann tíma.

„Það er sannarlega aldrei auðveld ákvörðun, og sannarlega aldrei ákvörðun sem er tekin nema að vel ígrunduðu máli, og það hefur ríkisstjórnin gert í þessu máli," sagði Hanna Birna í ræðu sinni.

Verkfallsaðgerðir hófust 5. mars og hafa nú staðið í mánuð. Verkfallið hefur ollið Eyjamönnum og atvinnustarfsemi í Eyjum miklu tjóni og vandræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×