Fjársvelti Hafró gæti reynst dýrt Svavar Hávarðsson skrifar 2. apríl 2014 12:18 Að óbreyttu mun aðeins rannsóknaskipið Árni Friðriksson stunda rannsóknir eftir mitt ár, en Bjarni Sæmundsson verða verkefnalaus. Fréttablaðið/Anton Niðurskurður á fjárframlögum til Hafrannsóknastofnunar getur haft þau áhrif að aflaráðgjöf stofnunarinnar í einstökum tegundum getur orðið undir því sem viðkomandi stofn þolir. Því geta nokkrir tugir milljóna sem sparaðir eru af ríkinu í rannsóknafé orðið útgerðinni og samfélaginu dýrar. Staða stofnunarinnar er alvarleg vegna tekjusamdráttar og útlit er fyrir að ekki verði mögulegt að sinna grunnrannsóknum, en á þeim byggir aflaráðgjöf á hverjum tíma. „Okkur finnst mjög þrengt að fjármögnun rannsókna núna, og í raun eru slæmar horfur í allri okkar starfsemi. Við teljum þetta alnauðsynleg verkefni sem við erum að sinna en samdráttur í fjárveitingum og sértekjum er farinn að hafa áhrif á okkar kjarnastarfsemi, sem snýr að grundvallarúttektum og því að tryggja sjálfbærni veiða,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Jóhann tekur dæmi. „Við erum komin í krappan dans með vöktunarrannsóknir; eftirliti með því að stofnar séu nýttir með sjálfbærum hætti. Eftir því sem meira er gengið á slíkar rannsóknir verður óvissan í okkar mælingum meiri. Það getur hreinlega komið niður á aflaráðgjöf í einstökum tegundum, því eftir því sem við vitum minna þeim mun varfærnari þarf ráðgjöfin að vera,“ segir Jóhann og útskýrir að ef ætlunin er að fullnýta fiskistofn þá þurfa mjög nákvæmar upplýsingar að liggja fyrir, ef ekki á illa að fara. „Þetta er grundvallaratriði og byggir á nútíma sjálfbærnisviðmiðum og okkar skyldum í því ljósi. Á alþjóða vettvangi er skýr krafa um sjálfbærar veiðar, að áhættan sé ekki óþarflega mikil við nýtingu þessara stofna. Vottun um sjálfbærar fiskveiðar leikur sífellt stærra hlutverk og því getur þetta jafnframt komið niður á markaðssetningu afurðanna til viðbótar við minni veiðar en mögulegar væru ef rannsóknum yrði sinnt vel.“ Hafrannsóknastofnun fær um 1,4 milljarða króna á fjárlögum fyrir árið 2014, en sértekjur eru áætlaðar 1,1 milljarður. Tekjur Hafrannsóknastofnunar dragast því saman um hátt í 300 milljónir króna frá árinu 2012 eða yfir 10%. Eins og komið hefur fram verður rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni lagt um mitt árið. Úthald rannsóknaskipanna tveggja eru stærsti útgjaldaliður Hafrannsóknastofnunar og erfitt að draga verulega úr kostnaði í rekstri án þess að leggja öðru skipanna hluta úr ári. Vonir standa til að Bjarni geti farið aftur af stað eftir áramótin, en það er alls óvíst segir Jóhann og háð fjárlögum næsta árs. Eins og staðan er núna verður úthaldsdögum skipanna tveggja fækkað á þessu ári úr 340 í um 200. “Það er brýnt að tryggja betur rekstrargrunn rannsóknanna, ekki aðeins í ár eða á næsta ári, heldur til lengri framtíðar”, segir Jóhann. Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Niðurskurður á fjárframlögum til Hafrannsóknastofnunar getur haft þau áhrif að aflaráðgjöf stofnunarinnar í einstökum tegundum getur orðið undir því sem viðkomandi stofn þolir. Því geta nokkrir tugir milljóna sem sparaðir eru af ríkinu í rannsóknafé orðið útgerðinni og samfélaginu dýrar. Staða stofnunarinnar er alvarleg vegna tekjusamdráttar og útlit er fyrir að ekki verði mögulegt að sinna grunnrannsóknum, en á þeim byggir aflaráðgjöf á hverjum tíma. „Okkur finnst mjög þrengt að fjármögnun rannsókna núna, og í raun eru slæmar horfur í allri okkar starfsemi. Við teljum þetta alnauðsynleg verkefni sem við erum að sinna en samdráttur í fjárveitingum og sértekjum er farinn að hafa áhrif á okkar kjarnastarfsemi, sem snýr að grundvallarúttektum og því að tryggja sjálfbærni veiða,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Jóhann tekur dæmi. „Við erum komin í krappan dans með vöktunarrannsóknir; eftirliti með því að stofnar séu nýttir með sjálfbærum hætti. Eftir því sem meira er gengið á slíkar rannsóknir verður óvissan í okkar mælingum meiri. Það getur hreinlega komið niður á aflaráðgjöf í einstökum tegundum, því eftir því sem við vitum minna þeim mun varfærnari þarf ráðgjöfin að vera,“ segir Jóhann og útskýrir að ef ætlunin er að fullnýta fiskistofn þá þurfa mjög nákvæmar upplýsingar að liggja fyrir, ef ekki á illa að fara. „Þetta er grundvallaratriði og byggir á nútíma sjálfbærnisviðmiðum og okkar skyldum í því ljósi. Á alþjóða vettvangi er skýr krafa um sjálfbærar veiðar, að áhættan sé ekki óþarflega mikil við nýtingu þessara stofna. Vottun um sjálfbærar fiskveiðar leikur sífellt stærra hlutverk og því getur þetta jafnframt komið niður á markaðssetningu afurðanna til viðbótar við minni veiðar en mögulegar væru ef rannsóknum yrði sinnt vel.“ Hafrannsóknastofnun fær um 1,4 milljarða króna á fjárlögum fyrir árið 2014, en sértekjur eru áætlaðar 1,1 milljarður. Tekjur Hafrannsóknastofnunar dragast því saman um hátt í 300 milljónir króna frá árinu 2012 eða yfir 10%. Eins og komið hefur fram verður rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni lagt um mitt árið. Úthald rannsóknaskipanna tveggja eru stærsti útgjaldaliður Hafrannsóknastofnunar og erfitt að draga verulega úr kostnaði í rekstri án þess að leggja öðru skipanna hluta úr ári. Vonir standa til að Bjarni geti farið aftur af stað eftir áramótin, en það er alls óvíst segir Jóhann og háð fjárlögum næsta árs. Eins og staðan er núna verður úthaldsdögum skipanna tveggja fækkað á þessu ári úr 340 í um 200. “Það er brýnt að tryggja betur rekstrargrunn rannsóknanna, ekki aðeins í ár eða á næsta ári, heldur til lengri framtíðar”, segir Jóhann.
Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira