Innlent

Vélsleðamaðurinn ekki lífshættulega slasaður

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins en hann er þó sagður ekki vera lífshættulega slasaður.
Ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins en hann er þó sagður ekki vera lífshættulega slasaður.
Vélsleðamaðurinn sem ók fram af hengju í gili fyrir ofan Dalvík í dag var fluttur með þyrlu á sjúkrahúsið á Akureyri.

Ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins en hann er þó sagður ekki vera lífshættulega slasaður.

Björgunarsveitin Dalvík var kölluð út og hlúði björgunarsveitamaður sem var á svæðinu að manninum þar til björgunarmenn komu á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×