Erlent

Sýrlenskir flóttamenn í Líbanon komnir yfir milljón

Vísir/AFP
Fjöldi Sýrlendinga sem hafa flúið heimaland sitt og skráð sig sem flóttamenn í nágrannaríkinu Líbanon hefur nú náð einni milljón manna.

Sameinuðu þjóðirnar greina frá þessu en nú er svo komið að Líbanon er það ríki heimsins þar sem flestir flóttamenn frá öðrum löndum eru, miðað við höfðatölu.

Forstjóri flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir að þetta hafi gríðarleg áhrif á íbúa þessa litla lands, sem sjálfir hafa þurft að búa við átök í landi sínu síðustu árin.

Tæplega tíu milljónir Sýrlendinga hafa neyðst til að leggja á flótta undan borgarastríðinu í landinu sem lagt hefur rúmlega 150 þúsund manns að velli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×