Innlent

Háskólakennarar á Akureyri boða til verkfalls

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur
Háskólakennarar við Háskólann á Akureyri hafa samþykkt að grípa til verkfallsaðgerða þann 28. apríl, náist samningar ekki fyrir þann tíma. FHA greinir frá.

Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna leiddi í ljós að 86,6 prósent samþykktu verkfallsaðgerðirnar og 13,4 prósent höfnuðu þeim. Á kjörskrá voru 122 og greiddu 97 atkvæði, eða um 79,5 prósent atkvæðabærra félagsmanna.

Fyrirhugað verkfall verður á boðuðum próftíma Háskólans á Akureyri og því ljóst að skólalok verða í uppnámi ef til verkfalls kemur. Náist samningar ekki verður fyrsti dagur verkfalls þann 28. apríl næstkomandi og stendur til 12.maí.

Nú þegar hafa háskólakennarar í HÍ boðað til verkfalls sem hefst eftir páskafrí og stendur til 10. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×