Innlent

Bergur Ebbi krafinn um afsökunarbeiðni vegna ummæla um náttföt Vilhjálms

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Bergur Ebbi mun biðjast afsökunar fái hann að sjá náttfötin.
Bergur Ebbi mun biðjast afsökunar fái hann að sjá náttfötin. vísir/samsett
Grínistanum Bergi Ebba Benediktssyni barst aðvörun um málshöfðun frá hæstaréttarlögmanninum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni á mánudag vegna ræðu sem Bergur hélt á Lagadeginum, árlegum viðburði lögfræðinga, sem haldinn var á Hilton Nordica á föstudag.

Í bréfi krefst Vilhjálmur þess að Bergur biðjist afsökunar á meintum ærumeiðandi ummælum sem hann lét falla um Vilhjálm í ræðunni. Annars muni Vilhjálmur höfða dómsmál og krefjast greiðslu miskabóta:

 
„Með ofangreindum ummælum er fullyrt að ég vakni á hverjum morgni við hringingu billegrar Bang & Olufsen vekjaraklukku og klæðist náttfötum úr ódýrri bómull sem eru búin til í Kína af þriðja flokks amerískum framleiðanda,“ segir Vilhjálmur í bréfinu. „Þegar hið rétta er að ég vakna við fagran klukknahljóm Penerai vekjaraklukkunnar minnar, sem er ítölsk hönnun og svissnesk gæðaframleiðsla, en ekki eitthvað danskt drasl, og geng til morgunverðar í ítölskum silkináttfötum (limited edition) úr smiðju Giorgio Armani.“

Segir Vilhjálmur ummælin ósönn, óviðurkvæmileg og smekklaus, og til þess fallin að sverta mannorð sitt.

Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður Bergs Ebba, sendi svar fyrir hönd skjólstæðings síns og segir hann harma það ef hann hafi farið með rangt mál. Hann muni því verða við kröfum Vilhjálms um afsökunarbeiðni og leiðréttingu ummælanna gegn staðfestingu á því að þau hafi verið ósönn:

 
Vilhjálmur þvertekur fyrir að um sprell sé að ræða í samtali við Vísi en hann átti eftir að sjá bréf Ómars. „Nei mér er fúlasta alvara. En ég veit ekki hversu ánægður herra Armani yrði ef ég færi að rífa bút úr náttfötunum. En ég get boðið Ómari ljósmynd af þeim, nú eða þá bara að hann komi til mín í morgunmat. Hann getur þá fengið að sjá þau í öllu sínu veldi, þegar ég fæ mér te og rist, og jafnvel snerta þau.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×