Bergur Ebbi krafinn um afsökunarbeiðni vegna ummæla um náttföt Vilhjálms Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. apríl 2014 16:44 Bergur Ebbi mun biðjast afsökunar fái hann að sjá náttfötin. vísir/samsett Grínistanum Bergi Ebba Benediktssyni barst aðvörun um málshöfðun frá hæstaréttarlögmanninum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni á mánudag vegna ræðu sem Bergur hélt á Lagadeginum, árlegum viðburði lögfræðinga, sem haldinn var á Hilton Nordica á föstudag. Í bréfi krefst Vilhjálmur þess að Bergur biðjist afsökunar á meintum ærumeiðandi ummælum sem hann lét falla um Vilhjálm í ræðunni. Annars muni Vilhjálmur höfða dómsmál og krefjast greiðslu miskabóta: „Með ofangreindum ummælum er fullyrt að ég vakni á hverjum morgni við hringingu billegrar Bang & Olufsen vekjaraklukku og klæðist náttfötum úr ódýrri bómull sem eru búin til í Kína af þriðja flokks amerískum framleiðanda,“ segir Vilhjálmur í bréfinu. „Þegar hið rétta er að ég vakna við fagran klukknahljóm Penerai vekjaraklukkunnar minnar, sem er ítölsk hönnun og svissnesk gæðaframleiðsla, en ekki eitthvað danskt drasl, og geng til morgunverðar í ítölskum silkináttfötum (limited edition) úr smiðju Giorgio Armani.“ Segir Vilhjálmur ummælin ósönn, óviðurkvæmileg og smekklaus, og til þess fallin að sverta mannorð sitt. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður Bergs Ebba, sendi svar fyrir hönd skjólstæðings síns og segir hann harma það ef hann hafi farið með rangt mál. Hann muni því verða við kröfum Vilhjálms um afsökunarbeiðni og leiðréttingu ummælanna gegn staðfestingu á því að þau hafi verið ósönn: Vilhjálmur þvertekur fyrir að um sprell sé að ræða í samtali við Vísi en hann átti eftir að sjá bréf Ómars. „Nei mér er fúlasta alvara. En ég veit ekki hversu ánægður herra Armani yrði ef ég færi að rífa bút úr náttfötunum. En ég get boðið Ómari ljósmynd af þeim, nú eða þá bara að hann komi til mín í morgunmat. Hann getur þá fengið að sjá þau í öllu sínu veldi, þegar ég fæ mér te og rist, og jafnvel snerta þau.“ Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Grínistanum Bergi Ebba Benediktssyni barst aðvörun um málshöfðun frá hæstaréttarlögmanninum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni á mánudag vegna ræðu sem Bergur hélt á Lagadeginum, árlegum viðburði lögfræðinga, sem haldinn var á Hilton Nordica á föstudag. Í bréfi krefst Vilhjálmur þess að Bergur biðjist afsökunar á meintum ærumeiðandi ummælum sem hann lét falla um Vilhjálm í ræðunni. Annars muni Vilhjálmur höfða dómsmál og krefjast greiðslu miskabóta: „Með ofangreindum ummælum er fullyrt að ég vakni á hverjum morgni við hringingu billegrar Bang & Olufsen vekjaraklukku og klæðist náttfötum úr ódýrri bómull sem eru búin til í Kína af þriðja flokks amerískum framleiðanda,“ segir Vilhjálmur í bréfinu. „Þegar hið rétta er að ég vakna við fagran klukknahljóm Penerai vekjaraklukkunnar minnar, sem er ítölsk hönnun og svissnesk gæðaframleiðsla, en ekki eitthvað danskt drasl, og geng til morgunverðar í ítölskum silkináttfötum (limited edition) úr smiðju Giorgio Armani.“ Segir Vilhjálmur ummælin ósönn, óviðurkvæmileg og smekklaus, og til þess fallin að sverta mannorð sitt. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður Bergs Ebba, sendi svar fyrir hönd skjólstæðings síns og segir hann harma það ef hann hafi farið með rangt mál. Hann muni því verða við kröfum Vilhjálms um afsökunarbeiðni og leiðréttingu ummælanna gegn staðfestingu á því að þau hafi verið ósönn: Vilhjálmur þvertekur fyrir að um sprell sé að ræða í samtali við Vísi en hann átti eftir að sjá bréf Ómars. „Nei mér er fúlasta alvara. En ég veit ekki hversu ánægður herra Armani yrði ef ég færi að rífa bút úr náttfötunum. En ég get boðið Ómari ljósmynd af þeim, nú eða þá bara að hann komi til mín í morgunmat. Hann getur þá fengið að sjá þau í öllu sínu veldi, þegar ég fæ mér te og rist, og jafnvel snerta þau.“
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir