Erlent

Keyrði inn í dagvistun í Flórída

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglumaður fylgir foreldrum á dagvistunina til að sækja börn sín.
Lögreglumaður fylgir foreldrum á dagvistunina til að sækja börn sín. Vísir/AP
Eitt barn lést og tólf börn slösuðust í Flórída í dag, þegar bíl var ekið í gegnum vegg og rúðu og hafnaði inn í dagvistun í Orlando. Einnig slasaðist minnst einn fullorðinn, en ástand sex hinna slösuðu er sagt alvarlegt.

Talsmaður lögreglunnar, Wanda Diaz, sagði AP fréttaveitunni að jeppa hefði verið keyrt utan í bílinn svo ökumaður hans missti stjórn á honum með fyrrgreindum afleiðingum. Ökumann bílsins sakaði ekki.

Sá sem ók jeppanum flúði af vettvangi og fannst bifreiðin yfirgefin tveimur tímum seinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×