Innlent

Árni Páll gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
„Mér finnst viðbrögð ríkisins hafa einkennst af miklu ráðleysi,“segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um kjaradeilu kennara í viðtali í Sprengisandi í dag. Þá segir hann hugmyndir Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra, um styttingu framhaldsskólanna algjörlega óútfærðar. Hann segir þetta spurningu um skólastefnu og samfélagslega mikilvæg skref sem taka þurfi í sátt.

„Er það skilningur minn að menn séu komnir á einhvern upphafsreit í þessum kjaraviðræðum og elti svolítið skottið á sér.“

Honum finnst menn vera búnir að missa sjónar á því hvernig fara eigi í umbætur á skólamálum og beri að vinna þær í samstöðu.

„Þetta er ekki kjaramál. Það á að ræða við kennara um kjör á forsendum kjara en ekki blanda inn í það óskyldum málum eins og skipulagsmálum.“

Þá gagnrýnir Árni ríkisstjórnina fyrir að hafa komið minna að borðinu en aðilar vinnumarkaðarins hafa óskað eftir.

„Hún hefur sérstaklega lagt sig í framkróka að gera lítið fyrir þá sem eru á meðaltekjum og lægri tekjum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×