„Hann gekk ekki svo illa frá mér helvískur“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2014 20:53 Eftir árásina sér mikið á Önnu. Mynd/Henríetta „Elskan mín, maður er svo sjóaður í þessu lífi. Hann gekk ekki svo illa frá mér helvískur,“ segir Anna Guðjónsdóttir, aðspurð hvernig hún beri sig eftir árás sem hún varð fyrir á föstudaginn. Þá veittist maður að henni í bakgarði fjölbýlishúss hennar og skallaði hana. Anna er 83 ára gömul. „Ég trúi þessu varla sjálf. Að ráðast á svona gamalmenni. Hann stangaði mig með hausnum maðurinn. Eins og lögreglan sagði, þá hefur fólk dáið við svona högg á ennið.“ Anna segist hafa gengið hrædd í burtu enda var henni skiljanlega mjög brugðið. Anna segir marga hafa sett sig í samband við hana undrandi yfir þessu atviki. „Ég er sjálf alveg yfir mig undrandi, hann hefði getað drepið mig.“ Hún er með glóðurauga á báðum augum og mjög marin á enninu. Anna var út í garði og kemur þar að hundi sem var þar bundinn. „Þetta var fallegur svartur hundur og ég er mikill dýravinur og er að skoða hann. Þá veitist hann að mér gargar á mig að ég eigi að láta hundinn vera og dembir hausnum í ennið á mér.“ Maðurinn réðst einnig á og skallaði annan mann sem ætlaði að koma Önnu til hjálpar. Hann var handtekinn um nóttina fyrir að brjóta rúður í bílum og hefur játað árásina við yfirheyrslur lögreglu. Hún segir vini og vandamenn hafa áhyggjur af því að hún muni vera hrædd við að fara úr húsi eftir árásina. „Maður lendir nú í flestu, kerling á níræðisaldri, en ég ætla nú ekki að fara að loka mig inni. Ég er þó hissa á því að ég skildi ekki verða hræddari,“ segir hún. Anna hefur fengið þær upplýsingar að maðurinn muni ekki leigja áfram það húsnæði sem hann hefur verið í, en hann bjó tveimur stigagöngum frá henni. „Ég er feginn því að hann skuli hafa verið rekinn í burtu. Mér væri ekki sama og hann gæti bara hringt dyrabjöllunni hvenær sem er.“ Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
„Elskan mín, maður er svo sjóaður í þessu lífi. Hann gekk ekki svo illa frá mér helvískur,“ segir Anna Guðjónsdóttir, aðspurð hvernig hún beri sig eftir árás sem hún varð fyrir á föstudaginn. Þá veittist maður að henni í bakgarði fjölbýlishúss hennar og skallaði hana. Anna er 83 ára gömul. „Ég trúi þessu varla sjálf. Að ráðast á svona gamalmenni. Hann stangaði mig með hausnum maðurinn. Eins og lögreglan sagði, þá hefur fólk dáið við svona högg á ennið.“ Anna segist hafa gengið hrædd í burtu enda var henni skiljanlega mjög brugðið. Anna segir marga hafa sett sig í samband við hana undrandi yfir þessu atviki. „Ég er sjálf alveg yfir mig undrandi, hann hefði getað drepið mig.“ Hún er með glóðurauga á báðum augum og mjög marin á enninu. Anna var út í garði og kemur þar að hundi sem var þar bundinn. „Þetta var fallegur svartur hundur og ég er mikill dýravinur og er að skoða hann. Þá veitist hann að mér gargar á mig að ég eigi að láta hundinn vera og dembir hausnum í ennið á mér.“ Maðurinn réðst einnig á og skallaði annan mann sem ætlaði að koma Önnu til hjálpar. Hann var handtekinn um nóttina fyrir að brjóta rúður í bílum og hefur játað árásina við yfirheyrslur lögreglu. Hún segir vini og vandamenn hafa áhyggjur af því að hún muni vera hrædd við að fara úr húsi eftir árásina. „Maður lendir nú í flestu, kerling á níræðisaldri, en ég ætla nú ekki að fara að loka mig inni. Ég er þó hissa á því að ég skildi ekki verða hræddari,“ segir hún. Anna hefur fengið þær upplýsingar að maðurinn muni ekki leigja áfram það húsnæði sem hann hefur verið í, en hann bjó tveimur stigagöngum frá henni. „Ég er feginn því að hann skuli hafa verið rekinn í burtu. Mér væri ekki sama og hann gæti bara hringt dyrabjöllunni hvenær sem er.“
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira