„Hann gekk ekki svo illa frá mér helvískur“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2014 20:53 Eftir árásina sér mikið á Önnu. Mynd/Henríetta „Elskan mín, maður er svo sjóaður í þessu lífi. Hann gekk ekki svo illa frá mér helvískur,“ segir Anna Guðjónsdóttir, aðspurð hvernig hún beri sig eftir árás sem hún varð fyrir á föstudaginn. Þá veittist maður að henni í bakgarði fjölbýlishúss hennar og skallaði hana. Anna er 83 ára gömul. „Ég trúi þessu varla sjálf. Að ráðast á svona gamalmenni. Hann stangaði mig með hausnum maðurinn. Eins og lögreglan sagði, þá hefur fólk dáið við svona högg á ennið.“ Anna segist hafa gengið hrædd í burtu enda var henni skiljanlega mjög brugðið. Anna segir marga hafa sett sig í samband við hana undrandi yfir þessu atviki. „Ég er sjálf alveg yfir mig undrandi, hann hefði getað drepið mig.“ Hún er með glóðurauga á báðum augum og mjög marin á enninu. Anna var út í garði og kemur þar að hundi sem var þar bundinn. „Þetta var fallegur svartur hundur og ég er mikill dýravinur og er að skoða hann. Þá veitist hann að mér gargar á mig að ég eigi að láta hundinn vera og dembir hausnum í ennið á mér.“ Maðurinn réðst einnig á og skallaði annan mann sem ætlaði að koma Önnu til hjálpar. Hann var handtekinn um nóttina fyrir að brjóta rúður í bílum og hefur játað árásina við yfirheyrslur lögreglu. Hún segir vini og vandamenn hafa áhyggjur af því að hún muni vera hrædd við að fara úr húsi eftir árásina. „Maður lendir nú í flestu, kerling á níræðisaldri, en ég ætla nú ekki að fara að loka mig inni. Ég er þó hissa á því að ég skildi ekki verða hræddari,“ segir hún. Anna hefur fengið þær upplýsingar að maðurinn muni ekki leigja áfram það húsnæði sem hann hefur verið í, en hann bjó tveimur stigagöngum frá henni. „Ég er feginn því að hann skuli hafa verið rekinn í burtu. Mér væri ekki sama og hann gæti bara hringt dyrabjöllunni hvenær sem er.“ Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
„Elskan mín, maður er svo sjóaður í þessu lífi. Hann gekk ekki svo illa frá mér helvískur,“ segir Anna Guðjónsdóttir, aðspurð hvernig hún beri sig eftir árás sem hún varð fyrir á föstudaginn. Þá veittist maður að henni í bakgarði fjölbýlishúss hennar og skallaði hana. Anna er 83 ára gömul. „Ég trúi þessu varla sjálf. Að ráðast á svona gamalmenni. Hann stangaði mig með hausnum maðurinn. Eins og lögreglan sagði, þá hefur fólk dáið við svona högg á ennið.“ Anna segist hafa gengið hrædd í burtu enda var henni skiljanlega mjög brugðið. Anna segir marga hafa sett sig í samband við hana undrandi yfir þessu atviki. „Ég er sjálf alveg yfir mig undrandi, hann hefði getað drepið mig.“ Hún er með glóðurauga á báðum augum og mjög marin á enninu. Anna var út í garði og kemur þar að hundi sem var þar bundinn. „Þetta var fallegur svartur hundur og ég er mikill dýravinur og er að skoða hann. Þá veitist hann að mér gargar á mig að ég eigi að láta hundinn vera og dembir hausnum í ennið á mér.“ Maðurinn réðst einnig á og skallaði annan mann sem ætlaði að koma Önnu til hjálpar. Hann var handtekinn um nóttina fyrir að brjóta rúður í bílum og hefur játað árásina við yfirheyrslur lögreglu. Hún segir vini og vandamenn hafa áhyggjur af því að hún muni vera hrædd við að fara úr húsi eftir árásina. „Maður lendir nú í flestu, kerling á níræðisaldri, en ég ætla nú ekki að fara að loka mig inni. Ég er þó hissa á því að ég skildi ekki verða hræddari,“ segir hún. Anna hefur fengið þær upplýsingar að maðurinn muni ekki leigja áfram það húsnæði sem hann hefur verið í, en hann bjó tveimur stigagöngum frá henni. „Ég er feginn því að hann skuli hafa verið rekinn í burtu. Mér væri ekki sama og hann gæti bara hringt dyrabjöllunni hvenær sem er.“
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira