Þarf að skilgreina sig frá Bjartri framtíð og Samfylkingu Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. mars 2014 21:12 Það hvort óstofnuðum flokki Evrópusinnaðra sjálfstæðismanna tekst að njóta lýðhylli veltur á stefnunni og hvort honum takist að skilgreina sig með skýrum hætti frá Bjartri framtíð og Samfylkingunni. Þetta segir lektor í sagnfræði sem hefur rannsakað stjórnmálasögu 19. og 20. aldar. Eins og við fjölluðum um í fréttum okkar í gærkvöldi eru óánægðir sjálfstæðismenn, sem eru hlynntir því að ljúka aðildarviðræðum við ESB, með stofnun nýs flokks í undirbúningi. Hreyfiafl þess var ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja fram þingsályktun um endanleg slit viðræðna við ESB, en sú tillaga er nú til umfjöllunar í utanríkismálanefnd. Stofnun flokksins er enn á hugmynda- og undirbúningsstigi. Þrjár stoðir þessa flokks hafa verið ræddar en það er hin pólitíska ásýnd flokksins, skipulag og framkvæmd og peningar. Ragnheiður Kristjánsdóttir er lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands og hefur sérhæft sig í stjórnmála- og hugmyndasögu 19. og 20. aldar. Ragnheiður segir að flokksbrot úr Sjálfstæðisflokknum hafi aldrei náð að festa rætur í íslenskum stjórnmálum sem mótvægi við þá fjöldahreyfingu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið. Hún rifjar upp Borgaraflokk Alberts Guðmundssonar 1987 og Frjálslynda flokkinn 1998, en hvorugur þessara flokka náði neinni festu í stjórnmálunum yfir lengri tíma eða kjörnum manni á þing oftar en þrjú kjörtímabil.Ragnheiður segir í samtali við Stöð 2 að ef nýr flokkur bjóði fram þá velti lýðhylli hans m..a á því hvar hann staðsetji sig pólitískt, hversu skýra sjálfsmynd flokkurinn hafi, þ.e. hvort stefnan sé skýr og hvort flokknum takist að skilgreina sig frá Bjartri framtíð og Samfylkingunni sem eru báðir ESB-sinnaðir flokkar. Sjá viðtal við Ragnheiði í meðfylgjandi myndskeiði. Tengdar fréttir Vilja nýjan hægriflokk sem yrði leiðandi afl í stjórnmálunum Í undirbúningi er stofnun nýs stjórnmálaflokks hægra megin við miðju sem vill klára viðræður við Evrópusambandið. Verið er að kanna afstöðu fólks til slíks flokks í könnun sem óánægðir sjálfstæðismenn standa fyrir. 29. mars 2014 18:30 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Það hvort óstofnuðum flokki Evrópusinnaðra sjálfstæðismanna tekst að njóta lýðhylli veltur á stefnunni og hvort honum takist að skilgreina sig með skýrum hætti frá Bjartri framtíð og Samfylkingunni. Þetta segir lektor í sagnfræði sem hefur rannsakað stjórnmálasögu 19. og 20. aldar. Eins og við fjölluðum um í fréttum okkar í gærkvöldi eru óánægðir sjálfstæðismenn, sem eru hlynntir því að ljúka aðildarviðræðum við ESB, með stofnun nýs flokks í undirbúningi. Hreyfiafl þess var ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja fram þingsályktun um endanleg slit viðræðna við ESB, en sú tillaga er nú til umfjöllunar í utanríkismálanefnd. Stofnun flokksins er enn á hugmynda- og undirbúningsstigi. Þrjár stoðir þessa flokks hafa verið ræddar en það er hin pólitíska ásýnd flokksins, skipulag og framkvæmd og peningar. Ragnheiður Kristjánsdóttir er lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands og hefur sérhæft sig í stjórnmála- og hugmyndasögu 19. og 20. aldar. Ragnheiður segir að flokksbrot úr Sjálfstæðisflokknum hafi aldrei náð að festa rætur í íslenskum stjórnmálum sem mótvægi við þá fjöldahreyfingu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið. Hún rifjar upp Borgaraflokk Alberts Guðmundssonar 1987 og Frjálslynda flokkinn 1998, en hvorugur þessara flokka náði neinni festu í stjórnmálunum yfir lengri tíma eða kjörnum manni á þing oftar en þrjú kjörtímabil.Ragnheiður segir í samtali við Stöð 2 að ef nýr flokkur bjóði fram þá velti lýðhylli hans m..a á því hvar hann staðsetji sig pólitískt, hversu skýra sjálfsmynd flokkurinn hafi, þ.e. hvort stefnan sé skýr og hvort flokknum takist að skilgreina sig frá Bjartri framtíð og Samfylkingunni sem eru báðir ESB-sinnaðir flokkar. Sjá viðtal við Ragnheiði í meðfylgjandi myndskeiði.
Tengdar fréttir Vilja nýjan hægriflokk sem yrði leiðandi afl í stjórnmálunum Í undirbúningi er stofnun nýs stjórnmálaflokks hægra megin við miðju sem vill klára viðræður við Evrópusambandið. Verið er að kanna afstöðu fólks til slíks flokks í könnun sem óánægðir sjálfstæðismenn standa fyrir. 29. mars 2014 18:30 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Vilja nýjan hægriflokk sem yrði leiðandi afl í stjórnmálunum Í undirbúningi er stofnun nýs stjórnmálaflokks hægra megin við miðju sem vill klára viðræður við Evrópusambandið. Verið er að kanna afstöðu fólks til slíks flokks í könnun sem óánægðir sjálfstæðismenn standa fyrir. 29. mars 2014 18:30