Vilja nýjan hægriflokk sem yrði leiðandi afl í stjórnmálunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. mars 2014 18:30 Í undirbúningi er stofnun nýs stjórnmálaflokks hægra megin við miðju sem vill klára viðræður við Evrópusambandið. Verið er að kanna afstöðu fólks til slíks flokks í könnun sem óánægðir sjálfstæðismenn standa fyrir. Evrópusinnar eru í miklum minnihluta í Sjálfstæðisflokknum en þónokkuð háværum minnihluta. Þannig hafa margir áhrifamenn innan flokksins verið óánægðir með stefnu flokksins í Evrópumálum um nokkra hríð. Þessi óánægja hefur verið áberandi eftir landsfundi flokksins en náði ef til vill hámarki á dögunum þegar þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um slit viðræðna við ESB var lögð fram, en tillagan gengur lengra en landsfundarályktanir beggja stjórnarflokkanna og stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar en þar er talað um að gera skuli hlé á viðræðum. MMR hefur unnið skoðanakönnun sem nú stendur yfir þar sem fólk er beðið að lýsa afstöðu sinni til forystumanna í íslenskum stjórnmálum og forseta Íslands. Þá er nafn Þorsteins Pálssonar á listanum. Síðari spurningin í skoðanakönnuninni er athyglisverð en hún hljómar svona:„Kæmi til greina að þú kysir nýtt framboð hægrimanna, sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, ef það byði fram í næstu Alþingiskosningum?“Þrjár stoðir nýs stjórnmálaafls Fréttastofan hefur í dag rætt við einstaklinga sem standa að baki undirbúningi að stofnun hins nýja flokks. Rætt er um þrjár stoðir í undirbúningnum. Í fyrsta lagi er það hin pólitíska ásýnd flokksins. Hér er um að ræða núverandi og fyrrverandi frambjóðendur og áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum. Í öðru lagi er að það skipulagning og framkvæmd en í þessum hópi verður fólk sem vill leggja flokknum lið, hið eiginlega flokkssstarf. Þriðja stoðin er fjármagn, en á bak við þessa stoð eru auðugir sjálfstæðismenn sem hafa fengið sig fullsadda af því sem þeir telja vera einangrunarhyggju flokksins. Þessir einstaklingar munu verða í bakvarðasveit í fjáröflun hins nýja flokks. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður fjármögnun helst byggð upp með fjárframlögum einstaklinga og smærri fyrirtækja í atvinnulífinu en stórfyrirtækjum er erfiðara um vik að styrkja stjórnmálaöfl þar sem þau eru mörg hver skráð á markað. Markmiðið er að safna 200-300 milljónum króna og að hinn nýi flokkur verði leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum sem myndi fyrst bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Heimildarmenn fréttastofu segja að stefna hins nýja flokks verði líklega lík stefnu Sjálfstæðisflokksins að því undanskildu að skýr áhersla verði á að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og bera aðildarsamning undir þjóðaratkvæði.Enn á óformlegum nótum Benedikt Jóhannesson formaður Sjálfstæðra Evrópumanna segir að stofnun nýs flokks sé enn á mjög óformlegum nótum. „Ég heyri það á mörgum sem hafa samband við mig að þeim finnst enginn af þessum flokkum sem eru að starfa núna höfða beint til sín þannig að ég held að flokkur af þessu tagi myndi ekki höfða sérstaklega til fólks bara úr einum flokki heldur víðar að.“Með þennan málstað, skipulagningu og rétt fólk í pólitískri forystu, myndir þú ganga úr Sjálfstæðisflokknum og styðja slíkan flokk? „Ég er í Sjálfstæðisflokknum og er ekki í öðrum flokkum. Það hefur enginn annar flokkur verið stofnaður en ég hins vegar skil fólk vel sem hugsar á þessum nótum og ég held að það væri mikill hljómgrunnur fyrir slíkan flokk,“ segir Benedikt. Þorsteinn Pálsson sagði í samtali við Stöð 2 í dag að könnun MMR hefði verið gerð án sinnar vitundar. Hann sagðist ekki hafa vitað af því fyrirfram að sitt nafn yrði þarna. Þá sagði hann aðspurður ótímabært að svara því hvort hann myndi styðja nýtt framboð Evrópusinnaðra hægrimanna. „Ég held að þessi mál séu ekki komin það langt að það sé tilefni til að spyrja þannig. Ég hef ekki verið að hugsa á þeim nótum,“ sagði Þorsteinn sem er 66 ára og var formaður Sjálfstæðisflokksins frá 1983-1991. Þorsteinn flutti ræðu á Iðnþingi á dögunum sem vakti nokkra athygli. Þar fór hann yfir sögu samskipta Íslands við umheiminn á liðnum áratugum og hugmyndafræðileg átök milli sósíalisma og kapítalisma. Ræðuna má nálgast hér. Þorsteinn er í hópi þeirra sem telja að aðild Íslands að Evrópusambandinu sé rökrétt framhald af áratuga þátttöku Íslands í alþjóðasamvinnu í gegnum stofnanir eins og Atlantshafsbandalagið. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira
Í undirbúningi er stofnun nýs stjórnmálaflokks hægra megin við miðju sem vill klára viðræður við Evrópusambandið. Verið er að kanna afstöðu fólks til slíks flokks í könnun sem óánægðir sjálfstæðismenn standa fyrir. Evrópusinnar eru í miklum minnihluta í Sjálfstæðisflokknum en þónokkuð háværum minnihluta. Þannig hafa margir áhrifamenn innan flokksins verið óánægðir með stefnu flokksins í Evrópumálum um nokkra hríð. Þessi óánægja hefur verið áberandi eftir landsfundi flokksins en náði ef til vill hámarki á dögunum þegar þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um slit viðræðna við ESB var lögð fram, en tillagan gengur lengra en landsfundarályktanir beggja stjórnarflokkanna og stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar en þar er talað um að gera skuli hlé á viðræðum. MMR hefur unnið skoðanakönnun sem nú stendur yfir þar sem fólk er beðið að lýsa afstöðu sinni til forystumanna í íslenskum stjórnmálum og forseta Íslands. Þá er nafn Þorsteins Pálssonar á listanum. Síðari spurningin í skoðanakönnuninni er athyglisverð en hún hljómar svona:„Kæmi til greina að þú kysir nýtt framboð hægrimanna, sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, ef það byði fram í næstu Alþingiskosningum?“Þrjár stoðir nýs stjórnmálaafls Fréttastofan hefur í dag rætt við einstaklinga sem standa að baki undirbúningi að stofnun hins nýja flokks. Rætt er um þrjár stoðir í undirbúningnum. Í fyrsta lagi er það hin pólitíska ásýnd flokksins. Hér er um að ræða núverandi og fyrrverandi frambjóðendur og áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum. Í öðru lagi er að það skipulagning og framkvæmd en í þessum hópi verður fólk sem vill leggja flokknum lið, hið eiginlega flokkssstarf. Þriðja stoðin er fjármagn, en á bak við þessa stoð eru auðugir sjálfstæðismenn sem hafa fengið sig fullsadda af því sem þeir telja vera einangrunarhyggju flokksins. Þessir einstaklingar munu verða í bakvarðasveit í fjáröflun hins nýja flokks. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður fjármögnun helst byggð upp með fjárframlögum einstaklinga og smærri fyrirtækja í atvinnulífinu en stórfyrirtækjum er erfiðara um vik að styrkja stjórnmálaöfl þar sem þau eru mörg hver skráð á markað. Markmiðið er að safna 200-300 milljónum króna og að hinn nýi flokkur verði leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum sem myndi fyrst bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Heimildarmenn fréttastofu segja að stefna hins nýja flokks verði líklega lík stefnu Sjálfstæðisflokksins að því undanskildu að skýr áhersla verði á að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og bera aðildarsamning undir þjóðaratkvæði.Enn á óformlegum nótum Benedikt Jóhannesson formaður Sjálfstæðra Evrópumanna segir að stofnun nýs flokks sé enn á mjög óformlegum nótum. „Ég heyri það á mörgum sem hafa samband við mig að þeim finnst enginn af þessum flokkum sem eru að starfa núna höfða beint til sín þannig að ég held að flokkur af þessu tagi myndi ekki höfða sérstaklega til fólks bara úr einum flokki heldur víðar að.“Með þennan málstað, skipulagningu og rétt fólk í pólitískri forystu, myndir þú ganga úr Sjálfstæðisflokknum og styðja slíkan flokk? „Ég er í Sjálfstæðisflokknum og er ekki í öðrum flokkum. Það hefur enginn annar flokkur verið stofnaður en ég hins vegar skil fólk vel sem hugsar á þessum nótum og ég held að það væri mikill hljómgrunnur fyrir slíkan flokk,“ segir Benedikt. Þorsteinn Pálsson sagði í samtali við Stöð 2 í dag að könnun MMR hefði verið gerð án sinnar vitundar. Hann sagðist ekki hafa vitað af því fyrirfram að sitt nafn yrði þarna. Þá sagði hann aðspurður ótímabært að svara því hvort hann myndi styðja nýtt framboð Evrópusinnaðra hægrimanna. „Ég held að þessi mál séu ekki komin það langt að það sé tilefni til að spyrja þannig. Ég hef ekki verið að hugsa á þeim nótum,“ sagði Þorsteinn sem er 66 ára og var formaður Sjálfstæðisflokksins frá 1983-1991. Þorsteinn flutti ræðu á Iðnþingi á dögunum sem vakti nokkra athygli. Þar fór hann yfir sögu samskipta Íslands við umheiminn á liðnum áratugum og hugmyndafræðileg átök milli sósíalisma og kapítalisma. Ræðuna má nálgast hér. Þorsteinn er í hópi þeirra sem telja að aðild Íslands að Evrópusambandinu sé rökrétt framhald af áratuga þátttöku Íslands í alþjóðasamvinnu í gegnum stofnanir eins og Atlantshafsbandalagið.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira