Innlent

Fundu fíkniefni hjá íslenskum sjómanni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Um var að ræða 1.3 kíló af maríjúana og um 200 grömm af hassi.
Um var að ræða 1.3 kíló af maríjúana og um 200 grömm af hassi. mynd/aðsend
Tollverðir haldlögðu um 1.5 kíló af fíkniefnum sem fundust hjá íslenskum sjómanni fyrr í þessum mánuði en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Tollstjóranum.

Um var að ræða 1.3 kíló af maríjúana og um 200 grömm af hassi.

Tollverðirnir höfðu afskipti af manninum, sem var skipverji á dönskum rækjutogara, sem átti að sigla á næstu dögum til Grænlands.

Skipið hafði verið tollafgreitt við komuna til landsins nokkrum dögum áður. Grunur leikur á að efnin hafi verið ætluð til útflutnings frá Íslandi til Grænlands.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins, sem er á lokastigi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×