Gífurlegur verðmunur á sömu íslensku lýsisperlunum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. mars 2014 19:54 Al-íslenskar lýsisperlur, pakkaðar á Íslandi, fluttar ríflega fjögur þúsund kílómetra til Danmerkur og til baka eru margfalt ódýrari hjá verslun Nettó en hefðbundnar lýsisperlur sem unnar eru í sömu verksmiðju Lýsis hf. Rétt eins og í öðrum matvöruverslunum er gamla góða íslenska lýsið að finna í verslun Nettó á Granda. Þar eru að finna lýsisperlur frá Lýsi hf. en einnig lýsisperlur með dönskum merkingum X-tra. Staðreyndin er sú að þetta er nákvæmlega sama íslenska varan. Stykkið af lýsisperlum undir merkjum X-tra kostar tvær krónur. Perlurnar frá Lýsi hf. kosta fimm krónur. Það sem meira er þá ferðast lýsisperlur X-tra langa vegalengd áður en þær enda í vöruhillum Nettó. „Þetta lýsi frá X-tra er pakkað og framleitt á sama stað og íslenska lýsið og á sama hátt. Það er síðan flutt til Danmerkur, þaðan kaupum við það og flytjum aftur til Íslands til að geta boðið neytendum betra verð,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, innkaupastjóri hjá Samkaup. Það sem meira er þá eru lýsisperlur Lýsis hf. og X-tra lýsisperlurnar framleiddar og pakkaðar í verksmiðju Lýsis steinsnar frá verslun Nettó á Granda. X-tra lýsisperlunnar eru fluttar til Danmerkur þar sem danskir birgjar taka á móti þeim. Nettó kaupir þetta íslenska lýsi af þeim og flytur aftur til Íslands. Heildarvegalengdin er 4280 kílómetrar, eins og fuglinn flýgur. Hundrað og tuttugu perlur fást á 239 krónur eða 2 krónur stykkið. Venjulegar lýsisperlur, hundrað stykki, á 509 eða 5 krónur stykkið.Sp.blm. Hvað útskýrir þetta? „Við vitum það í rauninni ekki,“ segir Sæunn. „Þetta er framleitt á sama stað af sama framleiðanda og það eina sem við viljum vita er hvar er besta verðið.“ Þetta verður að teljast ansi einkennilegt í ljósi allra þeirra gjalda og kostnaðs sem hlýst af því að flytja perlurnar til Danmerkur og síðan aftur til baka með tollum og gjöldum báðar leiðir. Málið kemur Lýsi hf. einnig á óvart. Í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu segir sölustjóri að hann átti sig ekki á því hvernig þetta lága verð á lýsisperlum X-tra er tilkomið. Umrædd vara sé framleidd í mjög miklu magni fyrir COOP í Danmörku. Lýsi hf. ítrekar að félagið komi ekki að markaðssetningu, sölu eða dreifingu X-tra lýsisins á danska markaðnum. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Al-íslenskar lýsisperlur, pakkaðar á Íslandi, fluttar ríflega fjögur þúsund kílómetra til Danmerkur og til baka eru margfalt ódýrari hjá verslun Nettó en hefðbundnar lýsisperlur sem unnar eru í sömu verksmiðju Lýsis hf. Rétt eins og í öðrum matvöruverslunum er gamla góða íslenska lýsið að finna í verslun Nettó á Granda. Þar eru að finna lýsisperlur frá Lýsi hf. en einnig lýsisperlur með dönskum merkingum X-tra. Staðreyndin er sú að þetta er nákvæmlega sama íslenska varan. Stykkið af lýsisperlum undir merkjum X-tra kostar tvær krónur. Perlurnar frá Lýsi hf. kosta fimm krónur. Það sem meira er þá ferðast lýsisperlur X-tra langa vegalengd áður en þær enda í vöruhillum Nettó. „Þetta lýsi frá X-tra er pakkað og framleitt á sama stað og íslenska lýsið og á sama hátt. Það er síðan flutt til Danmerkur, þaðan kaupum við það og flytjum aftur til Íslands til að geta boðið neytendum betra verð,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, innkaupastjóri hjá Samkaup. Það sem meira er þá eru lýsisperlur Lýsis hf. og X-tra lýsisperlurnar framleiddar og pakkaðar í verksmiðju Lýsis steinsnar frá verslun Nettó á Granda. X-tra lýsisperlunnar eru fluttar til Danmerkur þar sem danskir birgjar taka á móti þeim. Nettó kaupir þetta íslenska lýsi af þeim og flytur aftur til Íslands. Heildarvegalengdin er 4280 kílómetrar, eins og fuglinn flýgur. Hundrað og tuttugu perlur fást á 239 krónur eða 2 krónur stykkið. Venjulegar lýsisperlur, hundrað stykki, á 509 eða 5 krónur stykkið.Sp.blm. Hvað útskýrir þetta? „Við vitum það í rauninni ekki,“ segir Sæunn. „Þetta er framleitt á sama stað af sama framleiðanda og það eina sem við viljum vita er hvar er besta verðið.“ Þetta verður að teljast ansi einkennilegt í ljósi allra þeirra gjalda og kostnaðs sem hlýst af því að flytja perlurnar til Danmerkur og síðan aftur til baka með tollum og gjöldum báðar leiðir. Málið kemur Lýsi hf. einnig á óvart. Í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu segir sölustjóri að hann átti sig ekki á því hvernig þetta lága verð á lýsisperlum X-tra er tilkomið. Umrædd vara sé framleidd í mjög miklu magni fyrir COOP í Danmörku. Lýsi hf. ítrekar að félagið komi ekki að markaðssetningu, sölu eða dreifingu X-tra lýsisins á danska markaðnum.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira