Innlent

Ný sýn á hversdagsleikann

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Fyrstu Google Glass - gleraugun eru nú komin til landsins. Segja má að tækið sé upphaf tæknibyltingar sem kemur til með að leysa snjallsímana af hólmi.

Tækið hefur verið í þróun síðastliðin tvö ár. Gleraugun eru ekki komin í almenna sölu en prufueintök eru þó í umferð víða um heim. Þau koma á markað á árinu og mun kosta um 180 þúsund krónur.

Gleraugun virka sem tilkynningar- og upplýsingarkerfi fyrir notandann. Þau notast við Android stýrikerfi og virka svipað og snjallsímar með raddstýringu og snertiskjá. Fólk getur til að mynda séð borgarkort, upplýsingar um almenningssamgöngur, talað á skype eða tekið myndbönd og myndir hvar og hvenær sem er.

Margir hafa gagnrýnt tækið og sagt það auðvelt skotmark tölvuþrjóta. Eins er sett stórt spurningamerki við hversu auðveldlega hægt er að taka fólk upp með gleraugunum, jafnvel án þess að það viti af því. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×