Innlent

Kólumbísku konurnar þakklátar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Gleðin og þakklætið skein úr andlitum kólumbísku kvennana sem fengu samþykkt í dag dvalarleyfi hérlendis í ótilgreindan tíma. Úrskurðurinn var kveðinn upp í dag og var samþykktin veitt á grundvelli mannúðarsjónarmiða.

„Ég er mjög glöð núna. Ég vil þakka öllum þeim sem aðstoðu okkur í þessu mál. Innilegar þakkir,“ sagði Johana Suarez, ein kólumbísku kvennana, eftir að úrskurður var kveðinn upp.

Sjö ára gömul dóttir Johönu er ánægð með niðurstöðuna og segir vini sína eitt það besta við Ísland.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×