Innlent

Kólumbísku konurnar fá dvalarleyfi hér á landi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Innanríkisráðuneytið hefur úrskurðað í málum kólumbískrar konu á sjötugsaldri, dóttur hennar og sjö ára barnabarni sem synjað var um hæli hér á landi, þeim í hag.

Í úrskurðinum segir að þær fái dvalarleyfi hér á landi í ótilgreindan tíma af mannúðarástæðum. Fulltrúi ríkislögreglustjóra birti þeim úrskurðinn nú rétt í þessu.

Susana Ortiz de Suarez kom til landsins í lok árs 2011 ásamt barnabarni sínu. Dóttir hennar, Johanna, hafði komið skömmu áður. Þær komu hingað til lands vegna þess að dóttir Susönu, Mary Luz, og synir hennar tveir, voru í hópi flóttamanna sem fengu hæli hér á landi árið 2007 fyrir tilstilli íslenskra stjórnvalda.

Susana segir að sér stafi mikil hætta af því að búa í Kólumbíu. Hún hafi mátt þola ofsóknir af hálfu skæruliða og segir þá hafa beitt sig fjárgkúgunum.  Mat Útlendingastofnunar, sem kært var til Innanríkisráðuneytisins, féllst þó ekki á þessi rök og taldi ótta hennar ekki ástæðuríkan.

Mary Luz sótti um íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári en var því hafnað. Máli hennar var vísað til Alþingis sem synjaði einnig beiðni hennar. Henni var hinsvegar veitt undanþága á grundvelli mannúðarástæðna. Mary vakti mikla athygli í þáttunum MasterChef fyrir einstaka einlægni og vinsemd.

.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×