Handbolti

Forseti Kielce baðst afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Talant Dujshebaev er í dag þjálfari Kielce.
Talant Dujshebaev er í dag þjálfari Kielce. Vísir/AFP
Framkvæmdarstjóri Rhein-Neckar Löwen staðfestir í dag að félagið hafi kært framkomu Talant Dujshebaev, þjálfara pólska liðsins Kielce.

Dujshebaev kýldi Guðmund Guðmundsson, þjálfara Löwen, eftir leika liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann sakaði svo Guðmund á blaðamannafundi eftir leik um ósæmilega hegðun, sem Guðmundur neitaði.

„Við skiljum ekki af hverju þjálfari Vive Kielce hagaði sér svona eftir sigurleik og sættum okkur ekki við að ráðist sé á okkar þjálfara með þessum hætti,“ er haft eftir Thorsten Storm í þýskum fjölmiðlum í dag.

„Þetta á ekkert skylt við okkar íþrótt. Við kunnum að tapa og Kielce fer í seinni leikinn með sanngjarna forystu,“ bætti hann við en Kielce vann leikinn í gær, 32-28. Síðari leikur liðanna í 16-liða úrslitum fer fram þann 31. mars næstkomandi.

Storm bætti því við að forseti Kielce hafi rætt við sig eftir umræddan blaðamannafund.

„Ég hef átt í mjög góðu sambandi við Bertus Servaas, forseta Kielce, í gegnum árin og hann baðst afsökunar á framferði þjálfarans á blaðamannafundinum. Það fannst mér kurteisisvottur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×