Innlent

Flöskubroddar unnu Skaparann

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá afhendingu verðlaunanna.
Frá afhendingu verðlaunanna. mynd/aðsend
Garðar Ólafsson og Pálmi Sævarsson frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja unnu í gær hugmyndasamkeppnina Snilldarlausnir Marel 2014. Þeir hlutu farandgripinn Skaparann sem þeir hafa til varðveislu til eins árs og voru þeir leystir út með ýmsum veglegum gjöfum.

Lausnin heitir Flöskubroddar en það eru mannbroddar gerðir úr stórri plastflösku ásamt áltöppum af glerflöskum.

Verkefni keppninnar er að auka virði einfalds hlutar. Í ár var hluturinn flaska.

Snilldarlausnir Marel hófu göngu sína haustið 2009 í tengslum við Alþjóðlega athafnaviku eða Global Entrepreneurship Week sem er verkefni unnið í samstarfi yfir 130 þjóða um allan heim.

Í ár bárust alls 23 hugmyndir með þátttöku 52 þátttakenda. Lausnirnar áttu þátttakendur að taka upp á myndband og skila inn í keppnina.

Snilldarlausnir 2014 Líklegast til framleiðslu Besta myndbandið Vinsælasta lausnin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×