Innlent

Hjúkrunarfræðingar undirrita nýjan kjarasamning

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/vilhelm
Hjúkrunarfræðingar hafa gengið frá kjarasamningum en þetta staðfesti Ólafur G. Skúlason, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í samtali við fréttastofu.

Um er að ræða stuttan og einfaldan kjarasamning til 14 mánaða með einni launahækkun.

Hjúkrunarfræðingar fá einnig hækkun á desember- og orlofsuppbót en nánar verður greint frá smáatriðum samningsins til félagsmanna á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×