Lífið

Leikstjórinn stakk upp á að Þórdís og Ásthildur hentu sér í sleik

„Þetta er tryllt danslag og allt of gott grúv í því. Rappið er sjóðheitt og píurnar líka,“ segir Anna Tara Andrésdóttir, einn meðlimur rappsveitarinnar Reykjavíkurdætur og stjórnandi útvarpsþáttarins Kynlegir Kvistir á X-inu, en hljómsveitin gefur út nýtt lag þann 3. apríl næstkomandi.

Síðasta lag sem kom frá sveitinni, og jafnframt þeirra fyrsta, vakti mikla eftirtekt og var frumsýnt hér á Vísi.

„Það eru tvær nýjar Reykjavíkurdætur komnar til leiks, en nokkrar sem sátu hjá í þetta skiptið. Héðan í frá munum við ekki alltaf vera allar í öllum myndböndum til þess að gefa Reykjavíkurdætrum meira rými til að hleypa fleiri rappettum að,“ bætir Anna Tara við.

Tökur á myndbandinu fóru fram í síðustu viku og gengu vel fyrir sig.

„Leikstjórinn stakk upp á því að Þórdís og Ásthildur hentu sér í sleik í myndbandinu af því að þær væru hvort sem er eins og par. Þó að þær séu rosalega aðlaðandi píur með gat í geirvörtunum þá er vinátta þeirra þó, því miður, platónísk. Hinsvegar var þetta góð uppástunga frá leikstjóranum.  Við erum með ótrúlega hæfileikaríkt fólk með okkur, en leikstjórinn er Helena Harsita Stefánsdóttir, sem sá einnig um að leikstýra síðasta myndbandi sveitarinnar og Arnar Steinn Friðbjarnarson sá um kvikmyndatöku.“

Myndbandið var tekið upp í miðbæ Reykjavíkur. „Það endar á trylltu neonljósa partýi og Gnúsi Yones samdi taktinn, eins og síðast. Hann er ferskur!“

Reykjavíkurdætur standa svo fyrir fjórða rappkonukvöldinu á Harlem, þann fjórða apríl, en kvöldin hafa vakið gríðarlega athygli hingað til. 

Hér að neðan má sjá myndband við fyrsta lag Reykjavíkurdætra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.