Innlent

Banaslys rannsakað sem sakamál

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lögreglustöðin á Akureyri.
Lögreglustöðin á Akureyri.
Banaslysið á Hámundastaðahálsi í síðustu viku er rannsakað sem sakamál en kona frá Akureyri lést eftir að ökumaður, sem reyndi að taka fram úr snjóruðningstæki, ók framan á bíl konunnar.

Þetta staðfestir lögreglan á Akureyri í samtali við Akureyri vikublað. Ökumaður hefur réttarstöðu sakbornings. Ýmis fordæmi eru fyrir að banaslys eftir framúrakstur leiði til ákæru fyrir manndráp af gáleysi.

Gunnar Jóhannesson, yfirmaður hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á Akureyri, segir í samtali við Akureyri vikublað um framúrakstur almennt að ekki megi aka fram úr bíl ef hætta sé á að ökumaður valdi öðrum hættu, tjóni eða óþægindum.

Hann segir engin tölfræðileg gögn til um hvort framúrakstur sé vaxandi vandamál í umferðinni en segir slys vegna framúrkeyrslu alltíð.






Tengdar fréttir

Harður árekstur vegna framúraksturs

Pallbíl var ekið framan á fólksbíl nærri Dalvík í morgun. Ökumaður pallbílsins var að taka fram úr snjómoksturstæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×