Innlent

Margir sjálfstæðismenn ósáttir

Jakob Bjarnar skrifar
Davíð Þorláksson segir menn innan Sjálfstæðisflokksins ekki einu sinni haft hugmyndaflug til að girða fyrir svona nokkuð með flokksályktunum.
Davíð Þorláksson segir menn innan Sjálfstæðisflokksins ekki einu sinni haft hugmyndaflug til að girða fyrir svona nokkuð með flokksályktunum.
Margir sjálfstæðismenn telja niðurfellingu hluta húsnæðislána stangast á við grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins. Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður SUS, telur spurður svo risavaxna ríkisaðgerð sem niðurfellingar hluta húsnæðislána er stangast á við grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins.

„Já, sko, ég held að menn hafi ekki haft hugmyndaflug, í ályktunum, að girða fyrir svona hluti. Sjálfstæðisflokkurinn hefur viljað gefa sig út fyrir að vera ábyrgur í ríkisfjármálum, það er að segja hagræða í ríkisrekstri og auka ekki ríkisútgjöld mikið.

Risavaxið útgaldaverkefni

Þetta er auðvitað langstærsta útgjaldaverkefni sem ríkið hefur nokkurn sinnum ráðist í og þetta er auðvitað í hróplegri mótsögn við þá stefnu. Skuldir og skuldbindingar ríkissjóðs eru nú hátt í 2.000 milljarðar, þannig að það hefði verið mun skynsamlegra að verja þessum peningum í að greiða það niður.“

Davíð segir hljóðið í flokkssystkinum sínum misjafnt. „Ég held að það séu margir sem deili þessum skoðunum með mér. En, hins vegar hefðum við kannski átt að mótmæla þegar ríkisstjórnin var mynduð, því hún var mynduð á þessari grundvallarforsendu, að þetta yrði gert. Kannski svolítið seint að gagnrýna þetta en maður gerir það nú samt.“

Margir ósáttir

Ekki hefur mikið farið fyrir opinberri gagnrýni á þessa ráðstöfun en víst má telja að margir séu ósáttir. En, þeir hafa ekki komið mótmælum sínum á framfæri.

„Ekki formlega, heldur bara í samtölum og á samfélagsmiðlum. Ég held að það sé töluvert stór hópur innan Sjálfstæðisflokksins sem er ósáttur við þetta. Það er lítið sem menn geta gert,“ segir Davíð. „Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera þetta en vonandi hafa efasemdaraddir orðið til þess að gera þetta ekki verra en þetta er. Ef Framsókn hefði fengið að ráða þessu hefði þetta orðið miklu verra, miklu dýrara.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×