Innlent

Ekki hættulaust að rista sér brauð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Valli
Fjölmennt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds í fjölbýlishúsi í Grafarvoginum síðdegis.

Fulltrúi slökkviliðsins segir í samtali við Vísi að illa hafi litið út með eldinn í fyrstu því reykur hafi verið mikill. Hins vegar hafi tekist svo vel til að slökkva eldinn að öll aðstoð hafi verið afturkölluð.

Eldurinn kviknaði út frá ristavél þar sem íbúi var, eðli málsins samkvæmt, að rista sér brauð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×