Innlent

Ferðamennirnir við Kleifarvatn komnir í aðra rútu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/ANTON
35 ferðamönnum í rútu sem festist rétt við Syðri-Stapa á leiðinni að Kleifarvatni var komið yfir í aðra rútu á fimmta tímanum í dag. Engan sakaði.

Rútan sem fólkið var í rann til í slabbi og festist. Rútan sem var send á staðinn komst ekki nógu nálægt fólkinu til þess að það gæti með góðu móti gengið á milli en mjög vont veður var á svæðinu. Björgunarsveitir frá Grindavík og Hafnarfirði voru því kallaðar út ferðalöngunum til bjargar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×