Innlent

35 ferðamenn fastir í rútu við Kleifarvatn

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Rúta með 35 ferðamönnum innanborðs situr nú föst rétt við Syðri-Stapa, á leiðinni að Kleifarvatni. Björgunarsveitir frá Grindavík og Hafnarfirði eru á leið á vettvang. Rútan rann til í slabbi og festist.

Engin hætta er talin á ferðum samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu, en veður á svæðinu er afar slæmt. Því var ákveðið að kalla til björgunarsveitir til að færa fólkið yfir í annan bíl sem rútufyrirtækið hefur sent á staðinn. Sú rúta kemst ekki nægilega nálægt fólkinu til að það geti með góðu móti gengið á milli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×