Innlent

Tjaldferðalangurinn á Snæfellsnesi fundinn

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Ekkert amaði að manninnum þegar hann fannst en hann var skelkaður í vonskuveðrinu.
Ekkert amaði að manninnum þegar hann fannst en hann var skelkaður í vonskuveðrinu. MYND/ÞRÖSTUR ALBERTSSON
Tjaldferðalangurinn sem óskaði eftir aðstoð við Snæfellsjökul umklukkan 16 í dag er fundinn. Björgunarsveitir Landsbjargar fundu hann rétt fyrir klukkan 18. Þá var hann staddur á þeim stað sem gps punktur sem hann sendi Neyðarlínu benti á, suðaustan við jökulinn.

Ekkert amaði að manninum sem var velbúinn en tjaldið hans var rifið. Hann var skelkaður enda er vonskuveður á svæðinu.

Maðurinn var einn á ferð og símasamband á staðnum var slæmt. Hann gat þó sent staðsetningu sína í gegum 112 appið.

Á fjórða tug björgunarmanna tók þátt í aðgerðinni og nutu þeir góðar aðstoðar snjótroðara frá ferðaþjónustunni Sjófelli á Arnarstapa.

Veðrið sem gengur nú um landið er verst á norðanverðu Snæfellsnesi og var spáð 40 – 50 m/s vindhviðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×