Innlent

Misstu sex gáma í sjóinn í vonsku veðri

Gissur Sigurðsson skrifar
Sex gámar losnuðu úr festingum og tók út af flutningaskipi, þegar það var statt í vonsku veðri djúpt suðaustur af landinu í nótt og fékk á sig brotsjó.

Skipstjórinn tilkynnti strax um atvikið og sendi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar út viðvörun, en ekkert skip var í grenndinni í nótt, þannig að öðrum sjófarendum stafaði ekki hætta af, og eru gámarnir líklega sokknir.

Ekkert kom fram í tilkynningu skipstjórans um frekari skemmdir á skipinu og engan af áhöfninni sakaði. Skipið heldur áfram siglingu sinni hingað til lands, en ekki liggur fyrir hvaða varningur var í gámunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×