Óskar eftir nýra - "Nýrun hjá mér eru að virka 5 prósent“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 11. mars 2014 22:56 Kristján þarf að mæta þrisvar í viku í blóðhreinsun. MYND/Landspítalinn „Ertu til í að leggja líf þitt í hættu fyrir náunga þinn og gefa annað nýrað þitt?“ spyr Kristján Kristjánsson, 36 ára gamall maður á Facebook–síðu sinni, sem greindist með IGA nýrnamein fyrir 10 árum síðan. Kristján er lýsingahönnuður á verkfræðistofunni Eflu og faðir þriggja barna. Sjúkdómurinn sem hann er haldinn lýsir sér þannig að nýrun hreinsa ekki blóðið og því fara öll óhreinindi aftur út í það í stað þess að nýrun losi sig við þau úr líkamanum. „Það er engin hreinsunarstarfsemi í gangi, nýrun hjá mér eru að virka 5 prósent á meðan þau eru að virka 100 prósent hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingi,“ segir Kristján. „Allar aðgerðir geta verið lífshættulegar, þannig að sá sem gefur nýrað er að leggja sig í vissa hættu. Ég veit ekki hverjar líkurnar á dauða eru nákvæmlega. Sá sem vill gefa nýrað fær sinn lækni og ráðleggingar og upplýsingar hjá lækni með það hvaða áhætta sé fólgin í því að gefa nýra,“ segir Kristján. „Þetta er meiri aðgerð fyrir þann sem gefur en þann sem þiggur.“ Sex manns hafa boðist til þess að gefa Kristjáni nýra en enginn þeirra er í sama blóðflokki og hann. „Það er algjör tilviljun að þeir sem standa mér næst eru ekki í sama blóðflokki og ég,“ segir Kristján, en hann er í blóðflokknum O plús. Kristján mætir í blóðhreinsun þrisvar sinnum í viku. Hann segir meðferðinageta tekið á en hún sé blessun og það sem heldur í honum lífinu. „Ég er þakklátur fyrir þetta meðferðarúrræði,“ segir Kritján. Meðferðin tekur fjóra klukkutíma í senn og við það bætist undirbúningur og annað. „Ætli þetta taki ekki svona fimm klukkutíma í heildina í hvert sinn.“ Hann segir það koma til greina að fá nýra úr látnum einstakling og hann er á biðlista eftir nýrum. Á honum hefur hann verið í tvö ár. „Það er engin leið að segja hversu langan tíma það getur tekið í viðbót, þess vegna einhver ár,“ segir Kristján. Hann hefur þegar fengið talsverð viðbrögð við beiðninni og vonar það besta. „Hvort ég sé vongóður? Ég hef bara ekki hugsað út í það, ég áttaði mig ekki á því að þetta færi svona víða þegar ég setti þetta inn á síðuna mína. En margir hafa nú deilt færslunni.“ Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
„Ertu til í að leggja líf þitt í hættu fyrir náunga þinn og gefa annað nýrað þitt?“ spyr Kristján Kristjánsson, 36 ára gamall maður á Facebook–síðu sinni, sem greindist með IGA nýrnamein fyrir 10 árum síðan. Kristján er lýsingahönnuður á verkfræðistofunni Eflu og faðir þriggja barna. Sjúkdómurinn sem hann er haldinn lýsir sér þannig að nýrun hreinsa ekki blóðið og því fara öll óhreinindi aftur út í það í stað þess að nýrun losi sig við þau úr líkamanum. „Það er engin hreinsunarstarfsemi í gangi, nýrun hjá mér eru að virka 5 prósent á meðan þau eru að virka 100 prósent hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingi,“ segir Kristján. „Allar aðgerðir geta verið lífshættulegar, þannig að sá sem gefur nýrað er að leggja sig í vissa hættu. Ég veit ekki hverjar líkurnar á dauða eru nákvæmlega. Sá sem vill gefa nýrað fær sinn lækni og ráðleggingar og upplýsingar hjá lækni með það hvaða áhætta sé fólgin í því að gefa nýra,“ segir Kristján. „Þetta er meiri aðgerð fyrir þann sem gefur en þann sem þiggur.“ Sex manns hafa boðist til þess að gefa Kristjáni nýra en enginn þeirra er í sama blóðflokki og hann. „Það er algjör tilviljun að þeir sem standa mér næst eru ekki í sama blóðflokki og ég,“ segir Kristján, en hann er í blóðflokknum O plús. Kristján mætir í blóðhreinsun þrisvar sinnum í viku. Hann segir meðferðinageta tekið á en hún sé blessun og það sem heldur í honum lífinu. „Ég er þakklátur fyrir þetta meðferðarúrræði,“ segir Kritján. Meðferðin tekur fjóra klukkutíma í senn og við það bætist undirbúningur og annað. „Ætli þetta taki ekki svona fimm klukkutíma í heildina í hvert sinn.“ Hann segir það koma til greina að fá nýra úr látnum einstakling og hann er á biðlista eftir nýrum. Á honum hefur hann verið í tvö ár. „Það er engin leið að segja hversu langan tíma það getur tekið í viðbót, þess vegna einhver ár,“ segir Kristján. Hann hefur þegar fengið talsverð viðbrögð við beiðninni og vonar það besta. „Hvort ég sé vongóður? Ég hef bara ekki hugsað út í það, ég áttaði mig ekki á því að þetta færi svona víða þegar ég setti þetta inn á síðuna mína. En margir hafa nú deilt færslunni.“
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira