Ráðist á konu í klefa Laugardalslaugar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. mars 2014 16:50 Guðrún Ósk Leifsdóttir endaði uppá spítala eftir erfiða lífreynslu í Laugardalslaug í gær. Kona á fertugsaldri kallaði hana ljótum nöfnum og barði hana áður en hún hljóp á brott. Leitar lögregla nú konunnar. Pressan sagði frá málinu í dag. „Konan horfir á mig og blæs út á sér kinnarnar og leikur súmóglímukappa. Hún byrjar svo að kalla mig feita og segir mér að passa mig að springa ekki úr fitu,“ segir Guðrún Ósk í viðtali við Vísi. Guðrún lét þetta ekki á sig fá, lét sem vind um eyru þjóta og virti konuna ekki viðlits. Konan virðist hafa reiðst við það, hækkað róminn og nánast öskrað á Guðrúnu. Guðrún ákvað að tala við sundlaugarvörðinn sem bað konuna um hætta dónaskapnum, ella skyldi hún fara úr lauginni. „Konan hlustar ekkert á manninn, rýkur uppúr, hleypur að mér og öskrar á mig. Hún kallaði mig feita og ógeðslega,“ segir Guðrún. Stuttu síðar fór Guðrún úr lauginni og sá að konan var inni í búningsklefanum. „Konan gengur að mér í sturtunni og heldur áfram. Ég horfi í augun á henni og segi henni að þetta sé ekki hennar mál og bið hana um að hætta.“ Guðrún fór og ræddi við starfsmenn í klefanum og sagði þeim frá stöðu mála. Þá kýldi konan Guðrúnu í kviðinn og hljóp svo á brott. „Mér líður ekki vel en maður verður bara að gera sitt besta og komast í gegnum þetta eins og annað. Þetta er aldrei þægilegt fyrir sálina.“ Guðrún var með mikla kviðverki, var óglatt og ældi blóði og leitaði því læknisaðstoðar um kvöldið. Hún greindist með bólgur í maga og þarf að taka því rólega næstu daga. Guðrún hefur þegar kært og er málið í rannsókn lögreglu. Lögregla hefur fengið upptökur af atvikinu og leitar nú konunnar. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira
Guðrún Ósk Leifsdóttir endaði uppá spítala eftir erfiða lífreynslu í Laugardalslaug í gær. Kona á fertugsaldri kallaði hana ljótum nöfnum og barði hana áður en hún hljóp á brott. Leitar lögregla nú konunnar. Pressan sagði frá málinu í dag. „Konan horfir á mig og blæs út á sér kinnarnar og leikur súmóglímukappa. Hún byrjar svo að kalla mig feita og segir mér að passa mig að springa ekki úr fitu,“ segir Guðrún Ósk í viðtali við Vísi. Guðrún lét þetta ekki á sig fá, lét sem vind um eyru þjóta og virti konuna ekki viðlits. Konan virðist hafa reiðst við það, hækkað róminn og nánast öskrað á Guðrúnu. Guðrún ákvað að tala við sundlaugarvörðinn sem bað konuna um hætta dónaskapnum, ella skyldi hún fara úr lauginni. „Konan hlustar ekkert á manninn, rýkur uppúr, hleypur að mér og öskrar á mig. Hún kallaði mig feita og ógeðslega,“ segir Guðrún. Stuttu síðar fór Guðrún úr lauginni og sá að konan var inni í búningsklefanum. „Konan gengur að mér í sturtunni og heldur áfram. Ég horfi í augun á henni og segi henni að þetta sé ekki hennar mál og bið hana um að hætta.“ Guðrún fór og ræddi við starfsmenn í klefanum og sagði þeim frá stöðu mála. Þá kýldi konan Guðrúnu í kviðinn og hljóp svo á brott. „Mér líður ekki vel en maður verður bara að gera sitt besta og komast í gegnum þetta eins og annað. Þetta er aldrei þægilegt fyrir sálina.“ Guðrún var með mikla kviðverki, var óglatt og ældi blóði og leitaði því læknisaðstoðar um kvöldið. Hún greindist með bólgur í maga og þarf að taka því rólega næstu daga. Guðrún hefur þegar kært og er málið í rannsókn lögreglu. Lögregla hefur fengið upptökur af atvikinu og leitar nú konunnar.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira