Innlent

Dómstólaráð gagnrýnir vinnubrögð innanríkisráðuneytisins og borgarinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur/Vilhelm
Dómstólaráð og Héraðsdómur Reykjavíkur mótmæla harðlega þeim vinnubrögðum að ákvörðun virðist hafa verið tekin innan innanríkisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar að hefja undirbúning að flutningi Héraðsdóms. Þá án nokkurs samráðs við dómstólaráð eða Héraðsdóm Reykjavíkur og kemur þetta ráðinu mjög á óvart.

Ráðið ályktaði í dag vegna fyrirhugaðs flutnings á starfsemi Héraðsdóms Reykjavíkur úr húsnæði dómsins við Lækjartorg í Reykjavík.

„Dómstólaráð hefur fullan vilja til þess að koma að fyrirhuguðum viðræðum innanríkisráðuneytisins og borgaryfirvalda varðandi mögulega framtíðarstaðsetningu nýs dómhúss. Dómstólaráð leggur áherslu á að vel sé vandað til vals á staðsetningu nýs dómhúss fyrir stærsta dómstól landsins,“ segir í ályktuninni.

Einnig segir að Héraðsdómi Reykjavíkur ber að finna stað í hjarta höfuðborgarinnar þar sem er nú þegar að finna helstu stofnanir ríkisins og Reykjavíkurborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×