Innlent

Íslendingar tileinki sér sænska leið við fjárlagagerð

Elimar Hauksson skrifar
Guðlaugur segir Svía hafa verið á svipuðum stað og Íslendinga fyrir 20 árum.
Guðlaugur segir Svía hafa verið á svipuðum stað og Íslendinga fyrir 20 árum. visir/Daníel
Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir að íslendingar ættu að taka upp svokallaða sænska leið við fjárlagagerð. Slíkt fyrirkomulag skili meiri aga og og fyrirsjáanleika í ríkisrekstri.

Hann segir Svía hafa verið á svipuðum stað og Íslendinga fyrir 20 árum og í kjölfarið hafi ríkið farið í aðgerðir til að auka aðhald í ríkisrekstri. Þar séu allar laga- og reglugerðarbreytingar sem nauðsynlegar eru til að forsendur frumvarpsins nái fram að ganga birtar samhliða frumvarpinu.

„Þegar maður skoðar þessa leið þá virðist það vera að þarna sé litið til lengri tíma,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.

Ef ríkisstofnanir fara fram úr fjárlögum í Svíþjóð gefst þeim möguleiki á að taka lán hjá fjársýslu sænska ríkisins sem nemur allt að  3 prósent af fjárveitingum til stofnunarinnar. Lánið sé síðan gert upp með vöxtum á allt að þremur árum. Guðlaugur telur að slíkt fyrirkomulag væri æskilegt hér á landi.

„Stóra myndin er þessi að við þurfum að nýta fjármunina betur, öðruvísi munum við ekki geta náð að halda því þjónustustigi sem við erum öll sammála um að við viljum halda.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×