Illugi opinn fyrir meiri einkavæðingu í skólakerfinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. mars 2014 08:56 Illugi sagði að ef launahækkun kennara yrði sambærileg og hækkunin í kjarasamningunum væri útlit fyrir langar samningaviðræður. Vísir/GVA Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er opinn fyrir frekari einkavæðingu í íslensku skólakerfi. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ráðherrann var spurður að, í ljósi þess að kennarar í Verzlunarskóla Íslands væru með tíu prósent hærri laun en aðrir kennararar, hvort það ætti að stuðla að frekari einkavæðingu í skólakerfinu. „Við eigum að vera opin fyrir öllum möguleikum á slíku,“ svaraði Illugi. Hann ræddi mismunandi rekstararform á menntastofnunum og sagði: „Það er rými fyrir meiri fjölbreytni í okkar skólakerfi.“ Hann ræddi um ánægjuna með Hjallastefnuna í grunnskólakerfinu og sagðist vilja skoða hvort ekki væri hægt að auka tækifærin fyrir slíkan rekstur á framhaldsskólastiginu. Hann sagði að í samanburði við hin Norðurlöndin kæmi í ljós að mun lægra hlutfall af nemendum væru í einkareknum skólum hér á landi en annars staðar.Laun kennara hækki umfram aðra Illugi var spurður út í kennaraverkfallið og hugsanlegar launahækkanir framhaldsskólakennara. Hann vildi ekki gefa upp neitt um hversu mikið ríkið væri tilbúinn að hækka laun kennara. Hann gaf þó sterklega í skyn að launahækkunin yrði meiri en í kjarasamningum sem voru undirritaðir í desember. Hann sagði að ef launahækkun kennara yrði sambærileg og hækkunin í kjarasamningunum væri útlit fyrir langar samningaviðræður. „Ég tel að það sé mikið tilvinnandi að við getum hækkað laun kennara,“ sagði Illugi.Kerfisbreyting skapar svigrúm til hækkana Ráðherrann sagði kerfisbreytingu á framhaldsskólakerfinu vera mikilvæga forsendu launahækkana. Hann sagði kerfi þar sem yfir helmingur nemenda klárar ekki nám á tilsettum tíma ekki vera í lagi. „Lausnin er að við sameinumst um það að við getum breytt kerfinu,“ sagði Illugi. „Með því að fjölga þeim nemendum sem klára á tilsettum tíma, erum við að nýta fjármagnið betur og þar með skapast svigrúm til hækkana,“ sagði Illugi. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er opinn fyrir frekari einkavæðingu í íslensku skólakerfi. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ráðherrann var spurður að, í ljósi þess að kennarar í Verzlunarskóla Íslands væru með tíu prósent hærri laun en aðrir kennararar, hvort það ætti að stuðla að frekari einkavæðingu í skólakerfinu. „Við eigum að vera opin fyrir öllum möguleikum á slíku,“ svaraði Illugi. Hann ræddi mismunandi rekstararform á menntastofnunum og sagði: „Það er rými fyrir meiri fjölbreytni í okkar skólakerfi.“ Hann ræddi um ánægjuna með Hjallastefnuna í grunnskólakerfinu og sagðist vilja skoða hvort ekki væri hægt að auka tækifærin fyrir slíkan rekstur á framhaldsskólastiginu. Hann sagði að í samanburði við hin Norðurlöndin kæmi í ljós að mun lægra hlutfall af nemendum væru í einkareknum skólum hér á landi en annars staðar.Laun kennara hækki umfram aðra Illugi var spurður út í kennaraverkfallið og hugsanlegar launahækkanir framhaldsskólakennara. Hann vildi ekki gefa upp neitt um hversu mikið ríkið væri tilbúinn að hækka laun kennara. Hann gaf þó sterklega í skyn að launahækkunin yrði meiri en í kjarasamningum sem voru undirritaðir í desember. Hann sagði að ef launahækkun kennara yrði sambærileg og hækkunin í kjarasamningunum væri útlit fyrir langar samningaviðræður. „Ég tel að það sé mikið tilvinnandi að við getum hækkað laun kennara,“ sagði Illugi.Kerfisbreyting skapar svigrúm til hækkana Ráðherrann sagði kerfisbreytingu á framhaldsskólakerfinu vera mikilvæga forsendu launahækkana. Hann sagði kerfi þar sem yfir helmingur nemenda klárar ekki nám á tilsettum tíma ekki vera í lagi. „Lausnin er að við sameinumst um það að við getum breytt kerfinu,“ sagði Illugi. „Með því að fjölga þeim nemendum sem klára á tilsettum tíma, erum við að nýta fjármagnið betur og þar með skapast svigrúm til hækkana,“ sagði Illugi.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira