Illugi opinn fyrir meiri einkavæðingu í skólakerfinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. mars 2014 08:56 Illugi sagði að ef launahækkun kennara yrði sambærileg og hækkunin í kjarasamningunum væri útlit fyrir langar samningaviðræður. Vísir/GVA Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er opinn fyrir frekari einkavæðingu í íslensku skólakerfi. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ráðherrann var spurður að, í ljósi þess að kennarar í Verzlunarskóla Íslands væru með tíu prósent hærri laun en aðrir kennararar, hvort það ætti að stuðla að frekari einkavæðingu í skólakerfinu. „Við eigum að vera opin fyrir öllum möguleikum á slíku,“ svaraði Illugi. Hann ræddi mismunandi rekstararform á menntastofnunum og sagði: „Það er rými fyrir meiri fjölbreytni í okkar skólakerfi.“ Hann ræddi um ánægjuna með Hjallastefnuna í grunnskólakerfinu og sagðist vilja skoða hvort ekki væri hægt að auka tækifærin fyrir slíkan rekstur á framhaldsskólastiginu. Hann sagði að í samanburði við hin Norðurlöndin kæmi í ljós að mun lægra hlutfall af nemendum væru í einkareknum skólum hér á landi en annars staðar.Laun kennara hækki umfram aðra Illugi var spurður út í kennaraverkfallið og hugsanlegar launahækkanir framhaldsskólakennara. Hann vildi ekki gefa upp neitt um hversu mikið ríkið væri tilbúinn að hækka laun kennara. Hann gaf þó sterklega í skyn að launahækkunin yrði meiri en í kjarasamningum sem voru undirritaðir í desember. Hann sagði að ef launahækkun kennara yrði sambærileg og hækkunin í kjarasamningunum væri útlit fyrir langar samningaviðræður. „Ég tel að það sé mikið tilvinnandi að við getum hækkað laun kennara,“ sagði Illugi.Kerfisbreyting skapar svigrúm til hækkana Ráðherrann sagði kerfisbreytingu á framhaldsskólakerfinu vera mikilvæga forsendu launahækkana. Hann sagði kerfi þar sem yfir helmingur nemenda klárar ekki nám á tilsettum tíma ekki vera í lagi. „Lausnin er að við sameinumst um það að við getum breytt kerfinu,“ sagði Illugi. „Með því að fjölga þeim nemendum sem klára á tilsettum tíma, erum við að nýta fjármagnið betur og þar með skapast svigrúm til hækkana,“ sagði Illugi. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er opinn fyrir frekari einkavæðingu í íslensku skólakerfi. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ráðherrann var spurður að, í ljósi þess að kennarar í Verzlunarskóla Íslands væru með tíu prósent hærri laun en aðrir kennararar, hvort það ætti að stuðla að frekari einkavæðingu í skólakerfinu. „Við eigum að vera opin fyrir öllum möguleikum á slíku,“ svaraði Illugi. Hann ræddi mismunandi rekstararform á menntastofnunum og sagði: „Það er rými fyrir meiri fjölbreytni í okkar skólakerfi.“ Hann ræddi um ánægjuna með Hjallastefnuna í grunnskólakerfinu og sagðist vilja skoða hvort ekki væri hægt að auka tækifærin fyrir slíkan rekstur á framhaldsskólastiginu. Hann sagði að í samanburði við hin Norðurlöndin kæmi í ljós að mun lægra hlutfall af nemendum væru í einkareknum skólum hér á landi en annars staðar.Laun kennara hækki umfram aðra Illugi var spurður út í kennaraverkfallið og hugsanlegar launahækkanir framhaldsskólakennara. Hann vildi ekki gefa upp neitt um hversu mikið ríkið væri tilbúinn að hækka laun kennara. Hann gaf þó sterklega í skyn að launahækkunin yrði meiri en í kjarasamningum sem voru undirritaðir í desember. Hann sagði að ef launahækkun kennara yrði sambærileg og hækkunin í kjarasamningunum væri útlit fyrir langar samningaviðræður. „Ég tel að það sé mikið tilvinnandi að við getum hækkað laun kennara,“ sagði Illugi.Kerfisbreyting skapar svigrúm til hækkana Ráðherrann sagði kerfisbreytingu á framhaldsskólakerfinu vera mikilvæga forsendu launahækkana. Hann sagði kerfi þar sem yfir helmingur nemenda klárar ekki nám á tilsettum tíma ekki vera í lagi. „Lausnin er að við sameinumst um það að við getum breytt kerfinu,“ sagði Illugi. „Með því að fjölga þeim nemendum sem klára á tilsettum tíma, erum við að nýta fjármagnið betur og þar með skapast svigrúm til hækkana,“ sagði Illugi.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira