Ferðamenn rukkaðir hvar sem þá er að finna Jakob Bjarnar skrifar 3. mars 2014 11:30 Samkvæmt myndum Ómars Smára er rukkunarstaurinn víða að finna. ómar smári Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, birti á Facebooksíðu sinni myndir af staur sem hefur verið settur upp hingað og þangað. Á staurnum er skilti þar sem á stendur: „Borga 500 kr. í baukinn“ og á staurinn hefur verið komið haganlega fyrir krukku þar sem menn geta sett peninginn. Og, ekki nóg með það heldur er rúlla negld á staurinn og þar má taka kvittun fyrir greiðslu. Ómar Smári er þekktur náttúruverndarsinni og þegar Vísir hafði samband við hann sagðist hann í fyrstu hafa rekist á þessa staura víðs vegar, þá eitthvað sem landeigendur hafi sett upp. En, þetta er reyndar á landi sem ríkið á þannig að hvernig má þetta vera? „Nei, þetta er nú gamanmál af okkar hálfu. Við gerðum þetta að gamni okkar, ég og félagi minn, þegar umræðan um gjaldtöku ferðamanna stóð sem hæst. Við tókum staurinn með okkur hingað og þangað og færðum hann á milli og tókum mynd. Seltún, Bessastaði... til að vekja athygli á því að menn gætu krafist greiðslu hvar sem er. Þetta er Ísland í dag. Allir ætla að græða. Þetta virðist stefna í stjórnleysi,“ segir Ómar Smári. Honum lýst ekki á stöðu mála og telur ljóst að menn séu á kolröngu róli með – ef rukka á ferðamenn á hverjum stað fari þetta augljóslega út í tóma vitleysu. „Þetta á auðvitað að vera í sköttunum. Svo eiga menn bara að borga í fargjaldinu, þegar þeir mæta til landsins. Peningarnir eiga svo að renna í að bæta aðstöðuna; salernisaðstöðu, upplýsingaskilti, göngustíga og svo framvegis.“ Ómar Smári telur þetta stefna í stjórnleysi og menn verði hreinlega að grípa í taumana. Hann vill, sem útivistarmaður, geta farið sinna ferða eins og verið hefur og fráleitt sé að takmarka það með einhverjum hætti. Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, birti á Facebooksíðu sinni myndir af staur sem hefur verið settur upp hingað og þangað. Á staurnum er skilti þar sem á stendur: „Borga 500 kr. í baukinn“ og á staurinn hefur verið komið haganlega fyrir krukku þar sem menn geta sett peninginn. Og, ekki nóg með það heldur er rúlla negld á staurinn og þar má taka kvittun fyrir greiðslu. Ómar Smári er þekktur náttúruverndarsinni og þegar Vísir hafði samband við hann sagðist hann í fyrstu hafa rekist á þessa staura víðs vegar, þá eitthvað sem landeigendur hafi sett upp. En, þetta er reyndar á landi sem ríkið á þannig að hvernig má þetta vera? „Nei, þetta er nú gamanmál af okkar hálfu. Við gerðum þetta að gamni okkar, ég og félagi minn, þegar umræðan um gjaldtöku ferðamanna stóð sem hæst. Við tókum staurinn með okkur hingað og þangað og færðum hann á milli og tókum mynd. Seltún, Bessastaði... til að vekja athygli á því að menn gætu krafist greiðslu hvar sem er. Þetta er Ísland í dag. Allir ætla að græða. Þetta virðist stefna í stjórnleysi,“ segir Ómar Smári. Honum lýst ekki á stöðu mála og telur ljóst að menn séu á kolröngu róli með – ef rukka á ferðamenn á hverjum stað fari þetta augljóslega út í tóma vitleysu. „Þetta á auðvitað að vera í sköttunum. Svo eiga menn bara að borga í fargjaldinu, þegar þeir mæta til landsins. Peningarnir eiga svo að renna í að bæta aðstöðuna; salernisaðstöðu, upplýsingaskilti, göngustíga og svo framvegis.“ Ómar Smári telur þetta stefna í stjórnleysi og menn verði hreinlega að grípa í taumana. Hann vill, sem útivistarmaður, geta farið sinna ferða eins og verið hefur og fráleitt sé að takmarka það með einhverjum hætti.
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira