Eldstæði fannst í áður óþekktum helli á Snæfellsnesi Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2014 12:08 Þór Magnússon í hellinum Leyni Mynd/Þór Magnússon Nýr hellir, sem hefur fengið nafnið Leynir, fannst í Neshrauni innan Þjóðgarðs Snæfellsjökuls í miðjum janúar síðastliðnum. Í hellinum fannst eldstæði og bein af stórgripum. Magnús A. Sigurðsson, minjavörður Vesturlands, hefur skoðað hellinn og ákveðið hefur verið að rannsaka hann nánar. Þór Magnússon, Lúðvík V. Smárason, Kristinn Jónasson og Óli S. Sigurjónsson fundu hellinn. Erfitt er að komast inn í hellinn sem er þó nokkuð stór. Taka á sýni til aldursgreiningar, en beinin virðast nokkuð gömul. Með frétt á vef Umhverfisstofnunar er frásögn Þórs Magnússon, sem er einn þeirra sem fann hellinn. Hana má lesa neðst í fréttinni.Mikið af dýrabeinum fundust í hellinum.Mynd/Þór MagnússonÞað sem vekur þó athygli er það sem Þór bendir á í frásögn sinni: „Það er margt sem vekur athygli og bendir til að hellirinn hafi verið tímabundinn íverustaður og að einn eða fleiri hafi leynst í honum. Fyrst skal nefna að ljóst er að leggirnir og jafnvel aðrir hlutar dýrsins hafa verið dregnir niður í hellinn í bútum. Eldurinn hefur verið hafður eins lítill og mögulegt var til að valda ekki of miklum reyk og þar með athygli. Og svo virðist sem inngangur hellisins hafi verið gerður torveldari með stórum steini í miðju, en við skoðun bendir margt til að honum hafi verið komið þar fyrir þó allt sé gróið í kring.“ Þessi atriði vekja upp spurningar hvort útilegumenn hafi haldið til í hellinum á einhverjum tímapunkti.Mynd/Guðbjörg GunnarsdóttirFrásögn Þórs Magnússonar:Hér kemur sagan um fund hellisins. Þann 11. janúar s.l. fór ég ásamt hundinum mínum í gönguferð um Neshraunið í afbragðs veðri og góðu göngufæri. Eins og venjulega var ég aðeins að litast um eftir hellum eða öðrum spennandi hraunmyndunum. Þar kom að ég fann tvær djúpar holur og sá að undir var hraunrás, ég var ekki í aðstöðu til að síga niður og kanna nánar svo það fór í GPS tækið að þessu sinni.Það var svo helgina eftir eða laugardaginn 18. janúar að við fórum saman 4 félagar frá Hellavinum, sem er hellaáhugafélag hér á Snæfellsnesi, auk mín voru það Lúðvík V. Smárason, Kristinn Jónasson og Óli S. Sigurjónsson. Ferðin var einstaklega skemmtileg og árangursrík og ekki spillti veðrið sem var engu síðra en helgina á undan. Byrjað var að síga í það sem fannst helgina á undan og kom fljótt í ljós að sú rás var einungis rúmir 20 metrar á lengd og 4-5 metrar á hæð en mjög litfögur, þegar upp var komið hrökk af vörum orðið „Vonbrigði „og þar með var komið nafn á þennan helli. Þá var haldið áfram um hraunið uns komið var að hellismunna á hellir sem virtist liggja grunnt eða svokölluð yfirborðsrás. Þarna var lágt til lofts þó hann væri bæði breiður og nokkuð langur, tvennt var athyglisvert í honum en það var gamall trosnaður viðarbútur sem hafði greinilega verið borinn inn í hellinn fyrir löngu og svo mjög formfögur og litskrúðug bóla sem hafði lekið niður úr loftinu og alveg niður á gólf, sumum fannst þetta líkjast konubrjósti en aðrir töluðu um tebollu, kannski hæfir orðið „Brjósthellir“?Eftir að hafa slakað á í veðurblíðunni yfir smá hressingu fóru menn að skoða í kring um sig og komu fljótlega að litlum hól sem hafði að geyma nokkra skúta með fallegum hraundrýlum og spenum. Skammt þar frá rakst ég á lítið gat sem vakti áhuga minn. Fara varð með fætur á undan í töluverðum þrengslum, fljótlega eftir að inn var komið rýmkaðist örlítið og dýpkaði. Ekki langt frá innganginum sá ég bein og sá strax að það var leggur á stórgrip. Þetta vakti enn meiri áhuga og ég hélt áfram eina 15-20 metra eða þar til komið var í vel manngengan hellinn. Þarna voru fleiri leggir og einhverskonar hrúga eða hleðsla, jafnframt tók ég eftir að hellirinn var talsvert lengri auk þess sem hann skiptist í tvær álmur. Nú var ég orðinn verulega spenntur og dreif mig langleiðina til baka til að fá félagana til að koma niður, en ég vissi af þeim skammt frá og þeir vissu jafnframt hvar ég var að skríða. Þeir komu svo niður í gegnum þrengslin einn af öðrum og ekki laust við að spennan magnaðist er skoðunin hófst fyrir alvöru.Beinin voru mjög dökka að hluta, næstum eins og brennd og talsvert morkin, okkur taldist til að þetta væru 8 leggir og eitthvað af öðrum beinum en talsvert dreifð um hellinn. Síðan var farið að skoða grjóthrúguna á gólfinu en hún samanstóð af hraunhellum sem flestar hverjar virtust eiga upptök sín í lofti hellisins og höfðu hrunið á gólfið. Þeim hafði verið raðað saman til að mynda einskonar eldstæði og á milli þeirra voru öskuleifar sem mynduðu hring á stærð við meðalstóran matardisk. Ofan á öskunni var þunn hraunhella sem nánast huldi öskulagið. Nú hófust miklar bollaleggingar og margt flaug um í huga okkar um tilveru þessa. Við ákváðum að hreyfa ekki við neinu en höfðum þá tekið helluna ofan af öskuleifunum. Allt var myndað í bak og fyrir og síðan hófst nánari könnun á hellinum. Næst var farið inn í álmuna á vinstri hönd en hún virtist heldur greiðfærari þó ekki væri hægt að ganga uppréttur fyrstu metrana en heldur hækkaði til lofts er innar dró. Þegar komið var um 20 metra sameinuðust hvelfingarnar á ný og áfram hélt hellirinn ágætlega manngengur. Skyndilega blasti við okkur ansi merkileg sjón þar sem hellirinn var rúmir 2 metrar á hæð héngu tvær rætur með nokkurra sentímetra millibili frá lofti og alveg niður á gólf, en eftir rótunum rann síðan vatn í stríðum straumum. Við höfum oft séð rætur stinga sér í gegnum hellaloft á yfirborðsrásum en aldrei fyrr svo langar að þær nái niður á gólf. Frá rótunum og inn í botn hellisins voru ca. 10 metrar. Síðan fór hluti hópsins hægri rásina til baka en hún var talsvert hrunin og í henni miðri var smá útúrdúr um það bil 6-8 metrar sem voru skriðnir þar. Á þessum slóðum var einn hluti leggjanna og eitthvað af smærri beinum. Samkvæmt samanlögðum mælingum með laser reiknast hellirinn nálægt 100 metra langur, en gera þarf nákvæmari mælingar.Það er margt sem vekur athygli og bendir til að hellirinn hafi verið tímabundinn íverustaður og að einn eða fleiri hafi leynst í honum. Fyrst skal nefna að ljóst er að leggirnir og jafnvel aðrir hlutar dýrsins hafa verið dregnir niður í hellinn í bútum. Eldurinn hefur verið hafður eins lítill og mögulegt var til að valda ekki of miklum reyk og þar með athygli. Og svo virðist sem inngangur hellisins hafi verið gerður torveldari með stórum steini í miðju, en við skoðun bendir margt til að honum hafi verið komið þar fyrir þó allt sé gróið í kring.Tveim dögum síðar eða þann 20. janúar var síðan farið aftur og þá með þjóðgarðsvörðum, minjaverði og fleirum og hellirinn skoðaður á ný. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Nýr hellir, sem hefur fengið nafnið Leynir, fannst í Neshrauni innan Þjóðgarðs Snæfellsjökuls í miðjum janúar síðastliðnum. Í hellinum fannst eldstæði og bein af stórgripum. Magnús A. Sigurðsson, minjavörður Vesturlands, hefur skoðað hellinn og ákveðið hefur verið að rannsaka hann nánar. Þór Magnússon, Lúðvík V. Smárason, Kristinn Jónasson og Óli S. Sigurjónsson fundu hellinn. Erfitt er að komast inn í hellinn sem er þó nokkuð stór. Taka á sýni til aldursgreiningar, en beinin virðast nokkuð gömul. Með frétt á vef Umhverfisstofnunar er frásögn Þórs Magnússon, sem er einn þeirra sem fann hellinn. Hana má lesa neðst í fréttinni.Mikið af dýrabeinum fundust í hellinum.Mynd/Þór MagnússonÞað sem vekur þó athygli er það sem Þór bendir á í frásögn sinni: „Það er margt sem vekur athygli og bendir til að hellirinn hafi verið tímabundinn íverustaður og að einn eða fleiri hafi leynst í honum. Fyrst skal nefna að ljóst er að leggirnir og jafnvel aðrir hlutar dýrsins hafa verið dregnir niður í hellinn í bútum. Eldurinn hefur verið hafður eins lítill og mögulegt var til að valda ekki of miklum reyk og þar með athygli. Og svo virðist sem inngangur hellisins hafi verið gerður torveldari með stórum steini í miðju, en við skoðun bendir margt til að honum hafi verið komið þar fyrir þó allt sé gróið í kring.“ Þessi atriði vekja upp spurningar hvort útilegumenn hafi haldið til í hellinum á einhverjum tímapunkti.Mynd/Guðbjörg GunnarsdóttirFrásögn Þórs Magnússonar:Hér kemur sagan um fund hellisins. Þann 11. janúar s.l. fór ég ásamt hundinum mínum í gönguferð um Neshraunið í afbragðs veðri og góðu göngufæri. Eins og venjulega var ég aðeins að litast um eftir hellum eða öðrum spennandi hraunmyndunum. Þar kom að ég fann tvær djúpar holur og sá að undir var hraunrás, ég var ekki í aðstöðu til að síga niður og kanna nánar svo það fór í GPS tækið að þessu sinni.Það var svo helgina eftir eða laugardaginn 18. janúar að við fórum saman 4 félagar frá Hellavinum, sem er hellaáhugafélag hér á Snæfellsnesi, auk mín voru það Lúðvík V. Smárason, Kristinn Jónasson og Óli S. Sigurjónsson. Ferðin var einstaklega skemmtileg og árangursrík og ekki spillti veðrið sem var engu síðra en helgina á undan. Byrjað var að síga í það sem fannst helgina á undan og kom fljótt í ljós að sú rás var einungis rúmir 20 metrar á lengd og 4-5 metrar á hæð en mjög litfögur, þegar upp var komið hrökk af vörum orðið „Vonbrigði „og þar með var komið nafn á þennan helli. Þá var haldið áfram um hraunið uns komið var að hellismunna á hellir sem virtist liggja grunnt eða svokölluð yfirborðsrás. Þarna var lágt til lofts þó hann væri bæði breiður og nokkuð langur, tvennt var athyglisvert í honum en það var gamall trosnaður viðarbútur sem hafði greinilega verið borinn inn í hellinn fyrir löngu og svo mjög formfögur og litskrúðug bóla sem hafði lekið niður úr loftinu og alveg niður á gólf, sumum fannst þetta líkjast konubrjósti en aðrir töluðu um tebollu, kannski hæfir orðið „Brjósthellir“?Eftir að hafa slakað á í veðurblíðunni yfir smá hressingu fóru menn að skoða í kring um sig og komu fljótlega að litlum hól sem hafði að geyma nokkra skúta með fallegum hraundrýlum og spenum. Skammt þar frá rakst ég á lítið gat sem vakti áhuga minn. Fara varð með fætur á undan í töluverðum þrengslum, fljótlega eftir að inn var komið rýmkaðist örlítið og dýpkaði. Ekki langt frá innganginum sá ég bein og sá strax að það var leggur á stórgrip. Þetta vakti enn meiri áhuga og ég hélt áfram eina 15-20 metra eða þar til komið var í vel manngengan hellinn. Þarna voru fleiri leggir og einhverskonar hrúga eða hleðsla, jafnframt tók ég eftir að hellirinn var talsvert lengri auk þess sem hann skiptist í tvær álmur. Nú var ég orðinn verulega spenntur og dreif mig langleiðina til baka til að fá félagana til að koma niður, en ég vissi af þeim skammt frá og þeir vissu jafnframt hvar ég var að skríða. Þeir komu svo niður í gegnum þrengslin einn af öðrum og ekki laust við að spennan magnaðist er skoðunin hófst fyrir alvöru.Beinin voru mjög dökka að hluta, næstum eins og brennd og talsvert morkin, okkur taldist til að þetta væru 8 leggir og eitthvað af öðrum beinum en talsvert dreifð um hellinn. Síðan var farið að skoða grjóthrúguna á gólfinu en hún samanstóð af hraunhellum sem flestar hverjar virtust eiga upptök sín í lofti hellisins og höfðu hrunið á gólfið. Þeim hafði verið raðað saman til að mynda einskonar eldstæði og á milli þeirra voru öskuleifar sem mynduðu hring á stærð við meðalstóran matardisk. Ofan á öskunni var þunn hraunhella sem nánast huldi öskulagið. Nú hófust miklar bollaleggingar og margt flaug um í huga okkar um tilveru þessa. Við ákváðum að hreyfa ekki við neinu en höfðum þá tekið helluna ofan af öskuleifunum. Allt var myndað í bak og fyrir og síðan hófst nánari könnun á hellinum. Næst var farið inn í álmuna á vinstri hönd en hún virtist heldur greiðfærari þó ekki væri hægt að ganga uppréttur fyrstu metrana en heldur hækkaði til lofts er innar dró. Þegar komið var um 20 metra sameinuðust hvelfingarnar á ný og áfram hélt hellirinn ágætlega manngengur. Skyndilega blasti við okkur ansi merkileg sjón þar sem hellirinn var rúmir 2 metrar á hæð héngu tvær rætur með nokkurra sentímetra millibili frá lofti og alveg niður á gólf, en eftir rótunum rann síðan vatn í stríðum straumum. Við höfum oft séð rætur stinga sér í gegnum hellaloft á yfirborðsrásum en aldrei fyrr svo langar að þær nái niður á gólf. Frá rótunum og inn í botn hellisins voru ca. 10 metrar. Síðan fór hluti hópsins hægri rásina til baka en hún var talsvert hrunin og í henni miðri var smá útúrdúr um það bil 6-8 metrar sem voru skriðnir þar. Á þessum slóðum var einn hluti leggjanna og eitthvað af smærri beinum. Samkvæmt samanlögðum mælingum með laser reiknast hellirinn nálægt 100 metra langur, en gera þarf nákvæmari mælingar.Það er margt sem vekur athygli og bendir til að hellirinn hafi verið tímabundinn íverustaður og að einn eða fleiri hafi leynst í honum. Fyrst skal nefna að ljóst er að leggirnir og jafnvel aðrir hlutar dýrsins hafa verið dregnir niður í hellinn í bútum. Eldurinn hefur verið hafður eins lítill og mögulegt var til að valda ekki of miklum reyk og þar með athygli. Og svo virðist sem inngangur hellisins hafi verið gerður torveldari með stórum steini í miðju, en við skoðun bendir margt til að honum hafi verið komið þar fyrir þó allt sé gróið í kring.Tveim dögum síðar eða þann 20. janúar var síðan farið aftur og þá með þjóðgarðsvörðum, minjaverði og fleirum og hellirinn skoðaður á ný.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira