Innlent

Vaxandi hætta á gróðureldum

Gissur Sigurðsson skrifar
Sumarhúsabyggð. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Sumarhúsabyggð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. VÍSIR/PJETUR
Ekkert hefur verið gert til að tryggja að fólk í frístundabyggðum lendi ekki í lífshættu í gróðureldum, þrátt fyrir að málþing með fulltrúum opinberra stofnana og hagsmunaðila hafi komist að þeirri niðurstöðu í fyrravor, að mjög brýnt væri að móta viðbragðsáætlun við þessari vaxandi hættu.

Frístundahúsum fer fjölgandi og eru nú talin vera um 15 þúsund, flest á Suður- og Vesturlandi. Á þeim svæðum er náttúrulegur lágróður líka í sókn, auk mikillar skógræktar  en öryggismál gesta á þessum svæðum hafa ekki verið þroskukð til jafns við þessa þróun, að mati Sveins Guðmundssonar, talsmanns Landssambands sumarhúsaeigenda.

„Við búum ekki við neinar aðgerðaráætlanir neins staðar á landinu nema í Skorradal og þetta í Skorradal, þessi aðgerðaráætlun sem var sett í fyrra, kemur ekki til af neinu góðu vegna þess að þar koma upp eldar. Menn vöknuðu upp við vondan draum að það þyrfti að bregðast við með aðgerðum og það var sett af stað aðgerðaráætlun sem nú er til fyrir Skorradal,“segir Sveinn.

Þá segir hann fólk hreinlega geta lokast inni í eldhafi þar sem það á við.

„Það þarf að gera ráð fyrir því að tækjakostur brunavarna í sveitarfélögum taki mið af því. Skyldan hvílir á sveitarfélögum um brunavarnir því að eitt af þeim atriðum sem sveitarfélögin eru að tilgreina sem hluti af þeim gjöldum sem við eum að greiða í fasteignagjöldinum eru brunavarnir staðbundnar í sveitarfélögum sem eru engar gagnvart frístundahúsabyggðinni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×