Getur ekki fylgt dóttur sinni upp að altarinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. mars 2014 14:22 VÍSIR/GVA „Það hvarflaði aldrei að okkur að hjólastólaaðgengi í kirkju væri ekki tryggt,“ segir Signý Friðriksdóttir, en hún og unnusti hennar, Magnús Theódórsson ætla að gifta sig í júní næstkomandi. Af tilfinningalegum ástæðum var ákveðið að athöfnin færi fram í Háteigskirkju. Faðir Signýjar er svaramaður þeirra, en hann notast við hjólastól. Óskað var eftir að settur yrði upp rampur svo hann kæmist að altarinu. Þeirri beiðni var hafnað af presti í Háteigskirkju. „Kirkjuvörðurinn sagði að eina lausnin væri að lyfta upp stólnum. Það er bara ekki boðlegt. Pabbi er 2 metrar á hæð og 100 kíló. Þetta yrði bara niðurlægjandi fyrir hann.“ Signý talaði við prest fatlaðra, Guðnýju Hallgrímsdóttur, sem hafði samband við prestinn í Háteigskirkju. Presturinn kom með þá lausn að Signý gæti sjálf komið með ramp með því skilyrði að hann yrði fjarlægður strax að athöfn lokinni. „Presturinn og kirkjuvörðurinn í Háteigskirkju standa við þá ákvörðun að hafa ekki aðgengi fyrir hjólastóla upp að altarinu og ætla sér ekki að breyta því.“ Kirkjuvörður í Háteigskirkju segir Signýju vera þá fyrstu sem kemur með slíka beiðni og segir engan starfsmann kirkjunnar kannast við það beiðni sem þessi hafi borist á borð þeirra. Signý er reið og undrandi yfir þessari framkomu. Leitað var lausna í þessu máli en án árangurs. Kirkjan var því afbókuð en farið var fram á þá kröfu að kirkjan myndi greiða reikninginn vegna nýrra boðskorta. „Takk fyrir að láta mig vita, ég afbóka ykkur - við borgum enga reikninga,“ stóð í bréfi kirkjuvarðarins. Signý og Magnús munu láta gefa sig saman í Guðríðarkirkju, þar sem aðgengi fatlaðra er að fullu tryggt. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
„Það hvarflaði aldrei að okkur að hjólastólaaðgengi í kirkju væri ekki tryggt,“ segir Signý Friðriksdóttir, en hún og unnusti hennar, Magnús Theódórsson ætla að gifta sig í júní næstkomandi. Af tilfinningalegum ástæðum var ákveðið að athöfnin færi fram í Háteigskirkju. Faðir Signýjar er svaramaður þeirra, en hann notast við hjólastól. Óskað var eftir að settur yrði upp rampur svo hann kæmist að altarinu. Þeirri beiðni var hafnað af presti í Háteigskirkju. „Kirkjuvörðurinn sagði að eina lausnin væri að lyfta upp stólnum. Það er bara ekki boðlegt. Pabbi er 2 metrar á hæð og 100 kíló. Þetta yrði bara niðurlægjandi fyrir hann.“ Signý talaði við prest fatlaðra, Guðnýju Hallgrímsdóttur, sem hafði samband við prestinn í Háteigskirkju. Presturinn kom með þá lausn að Signý gæti sjálf komið með ramp með því skilyrði að hann yrði fjarlægður strax að athöfn lokinni. „Presturinn og kirkjuvörðurinn í Háteigskirkju standa við þá ákvörðun að hafa ekki aðgengi fyrir hjólastóla upp að altarinu og ætla sér ekki að breyta því.“ Kirkjuvörður í Háteigskirkju segir Signýju vera þá fyrstu sem kemur með slíka beiðni og segir engan starfsmann kirkjunnar kannast við það beiðni sem þessi hafi borist á borð þeirra. Signý er reið og undrandi yfir þessari framkomu. Leitað var lausna í þessu máli en án árangurs. Kirkjan var því afbókuð en farið var fram á þá kröfu að kirkjan myndi greiða reikninginn vegna nýrra boðskorta. „Takk fyrir að láta mig vita, ég afbóka ykkur - við borgum enga reikninga,“ stóð í bréfi kirkjuvarðarins. Signý og Magnús munu láta gefa sig saman í Guðríðarkirkju, þar sem aðgengi fatlaðra er að fullu tryggt.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira