Getur ekki fylgt dóttur sinni upp að altarinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. mars 2014 14:22 VÍSIR/GVA „Það hvarflaði aldrei að okkur að hjólastólaaðgengi í kirkju væri ekki tryggt,“ segir Signý Friðriksdóttir, en hún og unnusti hennar, Magnús Theódórsson ætla að gifta sig í júní næstkomandi. Af tilfinningalegum ástæðum var ákveðið að athöfnin færi fram í Háteigskirkju. Faðir Signýjar er svaramaður þeirra, en hann notast við hjólastól. Óskað var eftir að settur yrði upp rampur svo hann kæmist að altarinu. Þeirri beiðni var hafnað af presti í Háteigskirkju. „Kirkjuvörðurinn sagði að eina lausnin væri að lyfta upp stólnum. Það er bara ekki boðlegt. Pabbi er 2 metrar á hæð og 100 kíló. Þetta yrði bara niðurlægjandi fyrir hann.“ Signý talaði við prest fatlaðra, Guðnýju Hallgrímsdóttur, sem hafði samband við prestinn í Háteigskirkju. Presturinn kom með þá lausn að Signý gæti sjálf komið með ramp með því skilyrði að hann yrði fjarlægður strax að athöfn lokinni. „Presturinn og kirkjuvörðurinn í Háteigskirkju standa við þá ákvörðun að hafa ekki aðgengi fyrir hjólastóla upp að altarinu og ætla sér ekki að breyta því.“ Kirkjuvörður í Háteigskirkju segir Signýju vera þá fyrstu sem kemur með slíka beiðni og segir engan starfsmann kirkjunnar kannast við það beiðni sem þessi hafi borist á borð þeirra. Signý er reið og undrandi yfir þessari framkomu. Leitað var lausna í þessu máli en án árangurs. Kirkjan var því afbókuð en farið var fram á þá kröfu að kirkjan myndi greiða reikninginn vegna nýrra boðskorta. „Takk fyrir að láta mig vita, ég afbóka ykkur - við borgum enga reikninga,“ stóð í bréfi kirkjuvarðarins. Signý og Magnús munu láta gefa sig saman í Guðríðarkirkju, þar sem aðgengi fatlaðra er að fullu tryggt. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
„Það hvarflaði aldrei að okkur að hjólastólaaðgengi í kirkju væri ekki tryggt,“ segir Signý Friðriksdóttir, en hún og unnusti hennar, Magnús Theódórsson ætla að gifta sig í júní næstkomandi. Af tilfinningalegum ástæðum var ákveðið að athöfnin færi fram í Háteigskirkju. Faðir Signýjar er svaramaður þeirra, en hann notast við hjólastól. Óskað var eftir að settur yrði upp rampur svo hann kæmist að altarinu. Þeirri beiðni var hafnað af presti í Háteigskirkju. „Kirkjuvörðurinn sagði að eina lausnin væri að lyfta upp stólnum. Það er bara ekki boðlegt. Pabbi er 2 metrar á hæð og 100 kíló. Þetta yrði bara niðurlægjandi fyrir hann.“ Signý talaði við prest fatlaðra, Guðnýju Hallgrímsdóttur, sem hafði samband við prestinn í Háteigskirkju. Presturinn kom með þá lausn að Signý gæti sjálf komið með ramp með því skilyrði að hann yrði fjarlægður strax að athöfn lokinni. „Presturinn og kirkjuvörðurinn í Háteigskirkju standa við þá ákvörðun að hafa ekki aðgengi fyrir hjólastóla upp að altarinu og ætla sér ekki að breyta því.“ Kirkjuvörður í Háteigskirkju segir Signýju vera þá fyrstu sem kemur með slíka beiðni og segir engan starfsmann kirkjunnar kannast við það beiðni sem þessi hafi borist á borð þeirra. Signý er reið og undrandi yfir þessari framkomu. Leitað var lausna í þessu máli en án árangurs. Kirkjan var því afbókuð en farið var fram á þá kröfu að kirkjan myndi greiða reikninginn vegna nýrra boðskorta. „Takk fyrir að láta mig vita, ég afbóka ykkur - við borgum enga reikninga,“ stóð í bréfi kirkjuvarðarins. Signý og Magnús munu láta gefa sig saman í Guðríðarkirkju, þar sem aðgengi fatlaðra er að fullu tryggt.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira