Svona má draga úr brottfalli í íþróttum Hrund Þórsdóttir skrifar 6. mars 2014 00:01 Grindvíkingar hafa fundið leið til að draga úr brottfalli barna úr íþróttum og auka fjölbreytni í æfingum. Hlutfall barna sem æfir íþróttir í bænum er hátt og kostnaður við fyrirkomulagið er lítill. Bærinn og Ungmennafélagið hafa tekið höndum saman til að efla íþróttaiðkun barna og ungmenna. Bærinn niðurgreiðir æfingagjöld og í staðinn skuldbindur félagið sig til að hafa samræmd gjöld á milli deilda. Þetta þýðir að fyrir hvert barn á aldrinum sex til sextán ára eru greiddar 22.500 krónur á ári eða 1.850 krónur á mánuði og má það æfa allar íþróttir sem í boði eru. Deildirnar skipta fjármunum á milli sín og fyrir vikið starfa þær saman í stað þess að keppa um krónurnar. Börnin fá tækifæri til að prófa ólíkar greinar og finna það sem hentar þeim best. „Í dag erum við með skóla með um 500 börnum og 310 til 320 krakkar eru að æfa íþróttir sem er hátt í 60%,“ segir Gunnlaugur Hreinsson, formaður Ungmennafélags Grindavíkur. „Nú erum við aftur á móti að fara í samninga við Grindavíkurbæ um að styrkja 17, 18 og 19 ára ungmenni og finna leiðir til að auka iðkendur í þessum flokkum.“ Innan UMFG er auk þessa sjóður sem styrkir börn sem ekki hafa efni á æfingagjöldum. Ákveðinn starfsmaður sér um hann. „Hún er bara að setja þetta í deildirnar og hvaða börn fá þessa styrki veit enginn nema hún og félagsmálafulltrúi Grindavíkurbæjar,“ segir Gunnlaugur. Dregið hefur úr brottfalli úr íþróttum. „Við sjáum að krakkarnir eru að fara í fleiri greinar og foreldrarnir eru mjög ánæðir, þetta er auðvitað fyrst og fremst stuðningur við foreldra,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík. Hvað leggið þið mikið fjármagn í þetta? „Við leggjum rúmar 20 milljónir á ári í þetta verkefni, eða 40 til 50 þúsund krónur á hvert barn í þessum aldurshópi,“ segir Róbert. Og er þetta góð fjárfesting? „Þetta er aðalfjárfestingin, að fjárfesta í börnunum og það er það sem við erum að gera sem sveitarfélag.“ Mörg sveitarfélög notast við frístundakort en Róbert segir kostnað fylgja þeim, ólíkt kerfinu í Grindavík. „Þetta er mjög ódýrt í umsýslu og hefur reynst mjög þægilegt fyrirkomulag,“ segir hann. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Grindvíkingar hafa fundið leið til að draga úr brottfalli barna úr íþróttum og auka fjölbreytni í æfingum. Hlutfall barna sem æfir íþróttir í bænum er hátt og kostnaður við fyrirkomulagið er lítill. Bærinn og Ungmennafélagið hafa tekið höndum saman til að efla íþróttaiðkun barna og ungmenna. Bærinn niðurgreiðir æfingagjöld og í staðinn skuldbindur félagið sig til að hafa samræmd gjöld á milli deilda. Þetta þýðir að fyrir hvert barn á aldrinum sex til sextán ára eru greiddar 22.500 krónur á ári eða 1.850 krónur á mánuði og má það æfa allar íþróttir sem í boði eru. Deildirnar skipta fjármunum á milli sín og fyrir vikið starfa þær saman í stað þess að keppa um krónurnar. Börnin fá tækifæri til að prófa ólíkar greinar og finna það sem hentar þeim best. „Í dag erum við með skóla með um 500 börnum og 310 til 320 krakkar eru að æfa íþróttir sem er hátt í 60%,“ segir Gunnlaugur Hreinsson, formaður Ungmennafélags Grindavíkur. „Nú erum við aftur á móti að fara í samninga við Grindavíkurbæ um að styrkja 17, 18 og 19 ára ungmenni og finna leiðir til að auka iðkendur í þessum flokkum.“ Innan UMFG er auk þessa sjóður sem styrkir börn sem ekki hafa efni á æfingagjöldum. Ákveðinn starfsmaður sér um hann. „Hún er bara að setja þetta í deildirnar og hvaða börn fá þessa styrki veit enginn nema hún og félagsmálafulltrúi Grindavíkurbæjar,“ segir Gunnlaugur. Dregið hefur úr brottfalli úr íþróttum. „Við sjáum að krakkarnir eru að fara í fleiri greinar og foreldrarnir eru mjög ánæðir, þetta er auðvitað fyrst og fremst stuðningur við foreldra,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík. Hvað leggið þið mikið fjármagn í þetta? „Við leggjum rúmar 20 milljónir á ári í þetta verkefni, eða 40 til 50 þúsund krónur á hvert barn í þessum aldurshópi,“ segir Róbert. Og er þetta góð fjárfesting? „Þetta er aðalfjárfestingin, að fjárfesta í börnunum og það er það sem við erum að gera sem sveitarfélag.“ Mörg sveitarfélög notast við frístundakort en Róbert segir kostnað fylgja þeim, ólíkt kerfinu í Grindavík. „Þetta er mjög ódýrt í umsýslu og hefur reynst mjög þægilegt fyrirkomulag,“ segir hann.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira