Fann strax fyrir mótlæti í dansflokknum Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2014 10:15 Vísir/Stefán „Þetta var draumastarfið mitt og ég hlakkaði til en það snerist upp í martröð,“ segir Lára Stefánsdóttir fyrrverandi skólastjóri Listdansskólans í opnuviðtali í Fréttatímanum. Lára er hætt sem listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, en miklar deilur hafa verið innan flokksins að undanförnu. Fimm ára samningur Láru rennur út haustið 2017, en listrænn ágreiningur og deilur innan dansflokksins ollu því að hún ákvað að hætta. Í viðtalinu segir Lára að ákvörðunin hafi vera erfið, en á margan hátt rétt. Hana hefur lengi langað að stýra dansflokknum og fór sérstaklega í nám með það í huga að sækja um starfið. Þegar Lára tók við starfinu hafði hún sterka sýn á hvernig virkja mætti unga dansara betur, en þær hugmyndir mættu mótspyrnu. „Mér fannst ég strax finna fyrir því að fólk væri uppteknara af því hvað það sjálft fengi út úr hlutunum frekar en að vilja öll leggjast á eitt og vinna í sameiningu að því að gera þetta skemmtilegra og betra. Mér finnst þessi hugsunarháttur vera svolítið einkenni á samfélaginu okkar þessi árin,“ segir Lára. Hún segist hafa viljað ná breidd í áhorfendahóp dansflokksins. „Mér fannst svolítið gleymast að dansflokkurinn er þjóðareign. Ég spurði mig því að því hvers vegna áhuginn á Íslands dansflokknum væri ekki meiri og af hverju áhorfendum hefði ekki fjölgað.“ Lára segir danssamfélagið á Íslandi lítið og því þurfi að sinna, en einnig þurfi að huga að hinum almenna borgara. Eftir að Lára tók við segir hún að sýningum hafi fjölgað mikið og að dansarar hafi aldrei áður fengið jafn mikinn pening í vasann né haft jafn mikið að gera. „En um leið skapaðist mjög mikil óánægja yfir álaginu sem var á þeim. En ég er þannig manneskja að ég myndi aldrei misbjóða neinum.“ Lára segist hafa fylgt öllum hvíldarákvæðum í samningum og reynt að koma til móts við flestar óskir einstaklinga. Hún hafi mikið unnið með hópum alla sína tíð og finnst óvægið að tala um að hún misþyrmi dönsurum. Lára segir í viðtalinu við Fréttatímann að auðvitað sé í lagi að fólk gagnrýni störf hennar á málefnalegum grunni, en segir málið stærra en það að hún sé að hætta. Þetta snúist líka um framtíðarhorfur dansflokksins og hvaða kröfur gerðar séu til hans. Það olli henni mjög miklum vonbrigðum að dansarar mæti ekki vel í tíma og sinni þjálfun ekki vel. „Það er ákveðið agavandamál þegar dansari gerir það ekki,“ segir Lára. „Ég er ráðin til að móta stefnu og stjórna en fékk ekki mikið svigrúm til þess,“ segir Lára. Hún telur að veikleiki hennar hafi að miklu leyti verið hve vel hún þekkti dansarana. „Ég var kannski veik að því leyti að ég tók ekki strax á því þegar ég fann að það var einhver pirringur í gangi.“ Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Þetta var draumastarfið mitt og ég hlakkaði til en það snerist upp í martröð,“ segir Lára Stefánsdóttir fyrrverandi skólastjóri Listdansskólans í opnuviðtali í Fréttatímanum. Lára er hætt sem listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, en miklar deilur hafa verið innan flokksins að undanförnu. Fimm ára samningur Láru rennur út haustið 2017, en listrænn ágreiningur og deilur innan dansflokksins ollu því að hún ákvað að hætta. Í viðtalinu segir Lára að ákvörðunin hafi vera erfið, en á margan hátt rétt. Hana hefur lengi langað að stýra dansflokknum og fór sérstaklega í nám með það í huga að sækja um starfið. Þegar Lára tók við starfinu hafði hún sterka sýn á hvernig virkja mætti unga dansara betur, en þær hugmyndir mættu mótspyrnu. „Mér fannst ég strax finna fyrir því að fólk væri uppteknara af því hvað það sjálft fengi út úr hlutunum frekar en að vilja öll leggjast á eitt og vinna í sameiningu að því að gera þetta skemmtilegra og betra. Mér finnst þessi hugsunarháttur vera svolítið einkenni á samfélaginu okkar þessi árin,“ segir Lára. Hún segist hafa viljað ná breidd í áhorfendahóp dansflokksins. „Mér fannst svolítið gleymast að dansflokkurinn er þjóðareign. Ég spurði mig því að því hvers vegna áhuginn á Íslands dansflokknum væri ekki meiri og af hverju áhorfendum hefði ekki fjölgað.“ Lára segir danssamfélagið á Íslandi lítið og því þurfi að sinna, en einnig þurfi að huga að hinum almenna borgara. Eftir að Lára tók við segir hún að sýningum hafi fjölgað mikið og að dansarar hafi aldrei áður fengið jafn mikinn pening í vasann né haft jafn mikið að gera. „En um leið skapaðist mjög mikil óánægja yfir álaginu sem var á þeim. En ég er þannig manneskja að ég myndi aldrei misbjóða neinum.“ Lára segist hafa fylgt öllum hvíldarákvæðum í samningum og reynt að koma til móts við flestar óskir einstaklinga. Hún hafi mikið unnið með hópum alla sína tíð og finnst óvægið að tala um að hún misþyrmi dönsurum. Lára segir í viðtalinu við Fréttatímann að auðvitað sé í lagi að fólk gagnrýni störf hennar á málefnalegum grunni, en segir málið stærra en það að hún sé að hætta. Þetta snúist líka um framtíðarhorfur dansflokksins og hvaða kröfur gerðar séu til hans. Það olli henni mjög miklum vonbrigðum að dansarar mæti ekki vel í tíma og sinni þjálfun ekki vel. „Það er ákveðið agavandamál þegar dansari gerir það ekki,“ segir Lára. „Ég er ráðin til að móta stefnu og stjórna en fékk ekki mikið svigrúm til þess,“ segir Lára. Hún telur að veikleiki hennar hafi að miklu leyti verið hve vel hún þekkti dansarana. „Ég var kannski veik að því leyti að ég tók ekki strax á því þegar ég fann að það var einhver pirringur í gangi.“
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira