Innlent

Lára hætt hjá Íslenska dansflokknum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lára Stefánsdóttir.
Lára Stefánsdóttir. Vísir/Stefán
Lára stefánsdóttir, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, hefur látið af störfum eftir nítján mánuði í starfi. Rúv greinir frá.

Lára tók við starfi sínu þann 1. ágúst haustið 2012 og var ráðin til fimm ára. Ekki hefur starfið innan flokksins gengið áfallalaust fyrir sig. Þannig hafa einstakir dansarar yfirgefið flokkinn, ósáttir við hvernig haldið er á spilunum.

Lára segist í samtali við Rúv ekki hætta í fússi heldur vegna listræns ágreinings. Hún hafi viljað gera breytingar innan Íslenska dansflokksins en tillögur hennar hafi ekki notið stuðnings.

Lára á í viðræðum við Mennta- og menningamálaráðuneytið um starfslok sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×