Innlent

Segir dansara flokksins staðnaða í viðhorfum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stefán Baldursson.
Stefán Baldursson. Vísir/Anton
Stefán Baldursson, óperustjóri og fyrrum Þjóðleikhússstjóri, segir fréttir af starfslokum Láru Stefánsdóttur hjá Íslenska dansflokknum sorglegar.

Stefán lætur skoðun sína ljós í ummælakerfinu á Vísi við frétt af uppsögn Láru og finnur greinilega til með kollega sínum í stétt stjórnenda í samfélagi lista.

„Ótrúlegt að dansarar flokksins skuli svo staðnaðir í viðhorfum að þau þoli ekki breyttar listrænar áherslur Láru og skuli hafa tekist að bíla henni burt,“ skrifar Stefán.

Lára segir í viðtali við Fréttatímann í dag að draumastarf sitt hafi breyst í martröð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×