Íslendingar hafa gefið tvo milljarða Hrund Þórsdóttir skrifar 7. mars 2014 20:00 Starfsmenn UNICEF eru þakklátir Íslendingum fyrir stuðning í gegnum árin. Framlög íslenskra heimsforeldra eru þau hæstu í heiminum og Íslendingar hafa sent yfir tvo milljarða króna til hjálparstarfs í gegnum UNICEF. Samtökin fagna nú tíu ára afmæli sínu hérlendis. Þegar okkur bar að garði í dag voru starfsmenn UNICEF í óðaönn að undirbúa heimatilbúin myndbönd sem send verða styrktaraðilum og sjálfboðaliðum sem gerðu samtökin að veruleika á sínum tíma. Framkvæmdastjórinn segir hugmyndina að skrifstofu á Íslandi hafa kviknað hjá hópi ungs fólks. „Til þess að fylkja liði í kringum þessa hugmynd að öll börn eigi rétt og reyna að berjast fyrir réttindum barna úti um allan heim,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Frá stofnun samtakanna hérlendis hafa yfir tveir milljarðar safnast. Þar af hafa 59% farið í hjálparstarf fyrir börn um allan heim, 6% í neyðarhjálp á hamfara- og átakasvæðum og 35% í sérstaka baráttu á vegum íslensku samtakanna. Þannig hafa þau til dæmis byggt 58 grunnskóla í Sierra Leone, dreift 270 þúsund moskítónetum í Gíneu Bissá og bólusett um þrjú hundruð þúsund börn gegn mænusótt í Nígeríu. Framlögin koma að mestu leyti frá heimsforeldrum sem styðja baráttu samtakanna í hverjum mánuði. Fyrsta heimsforeldrið var skráð árið 2004 en í dag eru þeir yfir 22 þúsund. „Hátt í 10% fullorðinna á Íslandi borga núna mánaðarlega til UNICEF.“ Stefán skynjar viðhorfsbreytingu gagnvart hjálparstarfi. „Mér finnst ég skynja miklu meiri áhuga hjá fólki, miklu meiri skilning og meiri þátttöku í hjálparstarfi. Svo hefur það breyst að við spyrjum ekki lengur hvort við munum ná árangri, heldur hvenær við ætlum okkur að klára verkefnin. Það er mjög stór grundvallarbreyting sem hefur átt sér stað á þessum tíma.“ Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Framlög íslenskra heimsforeldra eru þau hæstu í heiminum og Íslendingar hafa sent yfir tvo milljarða króna til hjálparstarfs í gegnum UNICEF. Samtökin fagna nú tíu ára afmæli sínu hérlendis. Þegar okkur bar að garði í dag voru starfsmenn UNICEF í óðaönn að undirbúa heimatilbúin myndbönd sem send verða styrktaraðilum og sjálfboðaliðum sem gerðu samtökin að veruleika á sínum tíma. Framkvæmdastjórinn segir hugmyndina að skrifstofu á Íslandi hafa kviknað hjá hópi ungs fólks. „Til þess að fylkja liði í kringum þessa hugmynd að öll börn eigi rétt og reyna að berjast fyrir réttindum barna úti um allan heim,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Frá stofnun samtakanna hérlendis hafa yfir tveir milljarðar safnast. Þar af hafa 59% farið í hjálparstarf fyrir börn um allan heim, 6% í neyðarhjálp á hamfara- og átakasvæðum og 35% í sérstaka baráttu á vegum íslensku samtakanna. Þannig hafa þau til dæmis byggt 58 grunnskóla í Sierra Leone, dreift 270 þúsund moskítónetum í Gíneu Bissá og bólusett um þrjú hundruð þúsund börn gegn mænusótt í Nígeríu. Framlögin koma að mestu leyti frá heimsforeldrum sem styðja baráttu samtakanna í hverjum mánuði. Fyrsta heimsforeldrið var skráð árið 2004 en í dag eru þeir yfir 22 þúsund. „Hátt í 10% fullorðinna á Íslandi borga núna mánaðarlega til UNICEF.“ Stefán skynjar viðhorfsbreytingu gagnvart hjálparstarfi. „Mér finnst ég skynja miklu meiri áhuga hjá fólki, miklu meiri skilning og meiri þátttöku í hjálparstarfi. Svo hefur það breyst að við spyrjum ekki lengur hvort við munum ná árangri, heldur hvenær við ætlum okkur að klára verkefnin. Það er mjög stór grundvallarbreyting sem hefur átt sér stað á þessum tíma.“
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira