Vigdís segir ummæli sín rangtúlkuð Bjarki Ármannsson skrifar 8. mars 2014 17:07 Ummæli Vigdísar í viðtali við Monitor vöktu athygli. Visir/Pjetur Vigdís Hauksdóttir segir ummæli sín í tímaritinu Monitor hafa verið rangtúlkuð. Hún segist ekki vera á móti starfsmönnum Alþingis né heldur að hún vilji að „andrúmsloft“ Alþingis fyrir tuttugu árum síðan snúi aftur óbreytt. Þetta kemur fram í tölvupósti sem hún sendi á þingmenn í dag. Mörg ummæli Vigdísar í viðtalinu vöktu athygli, ekki síst þau sem sneru að umgjörð á Alþingi fyrr á árum og í dag. Orðrétt sagði hún í viðtalinu: „Það er mjög gaman að hafa fengið að upplifa það Alþingi sem var og hét þegar virðing þess var sem mest. Viðbyggingin var ekki komin, starfsfólk þingsins ávarpaði ekki þingmenn og það fylgdi því mikil virðing að vera Alþingismaður.“ Einnig sagði hún þingið orðið alltof „frjálslegt“ fyrir sinn smekk. Margir settu spurningarmerki við þessi orð Vigdísar en í póstinum sem hún sendir í dag segir hún kjarnann í orðunum sínum hafa gleymst og umræðuna leidda um víðan völl. Hún gagnrýnir einnig vinnubrögð fjölmiðla í málinu. „Enginn fjölmiðill hafði samband við mig til að spyrja út í ummæli mín – eða hvað ég átti við – úr því viðtalið virðist vera óljóst. En þetta er umhverfið sem við búum við,“ segir í póstinum. Hún biður jafnframt starfsmenn Alþingis afsökunar á óþægindum sem þetta mál gæti hafa leitt af sér og tekur fram að hún beri fullt traust til allra sem á Alþingi starfa. Í póstinum fjallar hún ekki um viðbrögð við ummælum sínum í viðtalinu um Blaðamannafélag Íslands, en þau vöktu einnig þónokkra athygli.Ekki náðist í Vigdísi við vinnslu þessarar fréttar. Hér má sjá póstinn í heild sinni: Góðan dag Nú hefur fjölmiðlaumfjöllunin um ummæli mín í Monitor nánast fjarað út. Þá er rétt að ég komi mínum sjónarmiðum á framfæri milliliðalaust - því ekki þýddi fyrir mig að fara inn á völlinn þegar hún var sem heitust. Ég vil biðja ykkur öll um að lesa ummæli mín orðrétt: Fyrir aldamót var ég varaþingmaður í tvö kjörtímabil. Þá hef ég líklega bara tekið það að mér til þess að vera einskonar skrautfjöður á listanum eða eitthvað slíkt eins og gerist en á þessu tímabili fór ég þrisvar eða fjórum sinnum inn sem varaþingmaður. Það er mjög gaman að hafa fengið að upplifa það Alþingi sem var og hét þegar virðing þess var sem mest. Viðbyggingin var ekki komin, starfsfólk þingsins ávarpaði ekki þingmenn og það fylgdi því mikil virðing að vera Alþingismaður. Síðan hefur þetta breyst mikið og andrúmsloftið og öll umgjörðin finnst mér orðin allt öðruvísi. Eftir að fjölmiðlar byrjuðu að sparka meira í þingmenn þá finnst mér viðhorf starfsmannanna líka breytast. Það þykir mér óskaplega leiðinlegt og það er eins og þessi gömlu góðu hefðir þingsins hafi ekki skilað sér nógu vel inn í nútímann. Starfsmenn þingsins eiga að sjá til þess að allar hefðir séu í heiðri hafðar en nú er þetta orðið alltof frjálslegt fyrir minn smekk. Ekkert í þessum orðum felur það í sér að ég sé á móti starfsmönnum Alþingis. Ég er að fjalla um þá þróun sem hefur átt sér stað á Alþingi fyrir rúmum tuttugu árum og til dagsins í dag. Þessum orðum hefur verið snúið á hvolf – að ég sé á móti starfsmönnum þingsins og að ég vilji að það andrúmsloft sem var á Alþingi þá komi aftur óbreytt. Þingmaður má sín lítils þegar ummæli eru rangtúlkuð. Í þessu tilfelli gleymist kjarninn sem í orðum mínum felst þ.e. sjálf ummælin sem eru í blaðinu og umræðan leidd út um víðan völl. Við því er ekkert að gera. Enginn fjölmiðill hafði samband við mig til að spyrja út í ummæli mín – eða hvað ég átti við – úr því viðtalið virðist vera óljóst. En þetta er umhverfið sem við búum við. Eftir á að hyggja sé ég að ég hafi mátt vera nákvæmari í að orða hugsanir mínar. Ég vil líka taka fram að ég er mjög íhaldssöm þegar kemur að hefðum og sú hugsun sem ég átti við skilar sér ekki í viðtalinu. Ég vil biðja starfsfólk Alþingis afsökunar á þeim óþægindunum sem þessi umræða hefur leitt af sér. Ég ber fullt traust til allra sem starfa á Alþingi og vonast ég eftir góðu samstarfi hér eftir sem hingað til. Eins er rétt að það komi fram að ég ber fullt traust til forseta þingsins Einars K. Guðfinnssonar. Alþingi er í góðum höndum undir hans stjórn. Með vinsemd og ósk um góða helgi Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir segir ummæli sín í tímaritinu Monitor hafa verið rangtúlkuð. Hún segist ekki vera á móti starfsmönnum Alþingis né heldur að hún vilji að „andrúmsloft“ Alþingis fyrir tuttugu árum síðan snúi aftur óbreytt. Þetta kemur fram í tölvupósti sem hún sendi á þingmenn í dag. Mörg ummæli Vigdísar í viðtalinu vöktu athygli, ekki síst þau sem sneru að umgjörð á Alþingi fyrr á árum og í dag. Orðrétt sagði hún í viðtalinu: „Það er mjög gaman að hafa fengið að upplifa það Alþingi sem var og hét þegar virðing þess var sem mest. Viðbyggingin var ekki komin, starfsfólk þingsins ávarpaði ekki þingmenn og það fylgdi því mikil virðing að vera Alþingismaður.“ Einnig sagði hún þingið orðið alltof „frjálslegt“ fyrir sinn smekk. Margir settu spurningarmerki við þessi orð Vigdísar en í póstinum sem hún sendir í dag segir hún kjarnann í orðunum sínum hafa gleymst og umræðuna leidda um víðan völl. Hún gagnrýnir einnig vinnubrögð fjölmiðla í málinu. „Enginn fjölmiðill hafði samband við mig til að spyrja út í ummæli mín – eða hvað ég átti við – úr því viðtalið virðist vera óljóst. En þetta er umhverfið sem við búum við,“ segir í póstinum. Hún biður jafnframt starfsmenn Alþingis afsökunar á óþægindum sem þetta mál gæti hafa leitt af sér og tekur fram að hún beri fullt traust til allra sem á Alþingi starfa. Í póstinum fjallar hún ekki um viðbrögð við ummælum sínum í viðtalinu um Blaðamannafélag Íslands, en þau vöktu einnig þónokkra athygli.Ekki náðist í Vigdísi við vinnslu þessarar fréttar. Hér má sjá póstinn í heild sinni: Góðan dag Nú hefur fjölmiðlaumfjöllunin um ummæli mín í Monitor nánast fjarað út. Þá er rétt að ég komi mínum sjónarmiðum á framfæri milliliðalaust - því ekki þýddi fyrir mig að fara inn á völlinn þegar hún var sem heitust. Ég vil biðja ykkur öll um að lesa ummæli mín orðrétt: Fyrir aldamót var ég varaþingmaður í tvö kjörtímabil. Þá hef ég líklega bara tekið það að mér til þess að vera einskonar skrautfjöður á listanum eða eitthvað slíkt eins og gerist en á þessu tímabili fór ég þrisvar eða fjórum sinnum inn sem varaþingmaður. Það er mjög gaman að hafa fengið að upplifa það Alþingi sem var og hét þegar virðing þess var sem mest. Viðbyggingin var ekki komin, starfsfólk þingsins ávarpaði ekki þingmenn og það fylgdi því mikil virðing að vera Alþingismaður. Síðan hefur þetta breyst mikið og andrúmsloftið og öll umgjörðin finnst mér orðin allt öðruvísi. Eftir að fjölmiðlar byrjuðu að sparka meira í þingmenn þá finnst mér viðhorf starfsmannanna líka breytast. Það þykir mér óskaplega leiðinlegt og það er eins og þessi gömlu góðu hefðir þingsins hafi ekki skilað sér nógu vel inn í nútímann. Starfsmenn þingsins eiga að sjá til þess að allar hefðir séu í heiðri hafðar en nú er þetta orðið alltof frjálslegt fyrir minn smekk. Ekkert í þessum orðum felur það í sér að ég sé á móti starfsmönnum Alþingis. Ég er að fjalla um þá þróun sem hefur átt sér stað á Alþingi fyrir rúmum tuttugu árum og til dagsins í dag. Þessum orðum hefur verið snúið á hvolf – að ég sé á móti starfsmönnum þingsins og að ég vilji að það andrúmsloft sem var á Alþingi þá komi aftur óbreytt. Þingmaður má sín lítils þegar ummæli eru rangtúlkuð. Í þessu tilfelli gleymist kjarninn sem í orðum mínum felst þ.e. sjálf ummælin sem eru í blaðinu og umræðan leidd út um víðan völl. Við því er ekkert að gera. Enginn fjölmiðill hafði samband við mig til að spyrja út í ummæli mín – eða hvað ég átti við – úr því viðtalið virðist vera óljóst. En þetta er umhverfið sem við búum við. Eftir á að hyggja sé ég að ég hafi mátt vera nákvæmari í að orða hugsanir mínar. Ég vil líka taka fram að ég er mjög íhaldssöm þegar kemur að hefðum og sú hugsun sem ég átti við skilar sér ekki í viðtalinu. Ég vil biðja starfsfólk Alþingis afsökunar á þeim óþægindunum sem þessi umræða hefur leitt af sér. Ég ber fullt traust til allra sem starfa á Alþingi og vonast ég eftir góðu samstarfi hér eftir sem hingað til. Eins er rétt að það komi fram að ég ber fullt traust til forseta þingsins Einars K. Guðfinnssonar. Alþingi er í góðum höndum undir hans stjórn. Með vinsemd og ósk um góða helgi
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira