Vigdís segir ummæli sín rangtúlkuð Bjarki Ármannsson skrifar 8. mars 2014 17:07 Ummæli Vigdísar í viðtali við Monitor vöktu athygli. Visir/Pjetur Vigdís Hauksdóttir segir ummæli sín í tímaritinu Monitor hafa verið rangtúlkuð. Hún segist ekki vera á móti starfsmönnum Alþingis né heldur að hún vilji að „andrúmsloft“ Alþingis fyrir tuttugu árum síðan snúi aftur óbreytt. Þetta kemur fram í tölvupósti sem hún sendi á þingmenn í dag. Mörg ummæli Vigdísar í viðtalinu vöktu athygli, ekki síst þau sem sneru að umgjörð á Alþingi fyrr á árum og í dag. Orðrétt sagði hún í viðtalinu: „Það er mjög gaman að hafa fengið að upplifa það Alþingi sem var og hét þegar virðing þess var sem mest. Viðbyggingin var ekki komin, starfsfólk þingsins ávarpaði ekki þingmenn og það fylgdi því mikil virðing að vera Alþingismaður.“ Einnig sagði hún þingið orðið alltof „frjálslegt“ fyrir sinn smekk. Margir settu spurningarmerki við þessi orð Vigdísar en í póstinum sem hún sendir í dag segir hún kjarnann í orðunum sínum hafa gleymst og umræðuna leidda um víðan völl. Hún gagnrýnir einnig vinnubrögð fjölmiðla í málinu. „Enginn fjölmiðill hafði samband við mig til að spyrja út í ummæli mín – eða hvað ég átti við – úr því viðtalið virðist vera óljóst. En þetta er umhverfið sem við búum við,“ segir í póstinum. Hún biður jafnframt starfsmenn Alþingis afsökunar á óþægindum sem þetta mál gæti hafa leitt af sér og tekur fram að hún beri fullt traust til allra sem á Alþingi starfa. Í póstinum fjallar hún ekki um viðbrögð við ummælum sínum í viðtalinu um Blaðamannafélag Íslands, en þau vöktu einnig þónokkra athygli.Ekki náðist í Vigdísi við vinnslu þessarar fréttar. Hér má sjá póstinn í heild sinni: Góðan dag Nú hefur fjölmiðlaumfjöllunin um ummæli mín í Monitor nánast fjarað út. Þá er rétt að ég komi mínum sjónarmiðum á framfæri milliliðalaust - því ekki þýddi fyrir mig að fara inn á völlinn þegar hún var sem heitust. Ég vil biðja ykkur öll um að lesa ummæli mín orðrétt: Fyrir aldamót var ég varaþingmaður í tvö kjörtímabil. Þá hef ég líklega bara tekið það að mér til þess að vera einskonar skrautfjöður á listanum eða eitthvað slíkt eins og gerist en á þessu tímabili fór ég þrisvar eða fjórum sinnum inn sem varaþingmaður. Það er mjög gaman að hafa fengið að upplifa það Alþingi sem var og hét þegar virðing þess var sem mest. Viðbyggingin var ekki komin, starfsfólk þingsins ávarpaði ekki þingmenn og það fylgdi því mikil virðing að vera Alþingismaður. Síðan hefur þetta breyst mikið og andrúmsloftið og öll umgjörðin finnst mér orðin allt öðruvísi. Eftir að fjölmiðlar byrjuðu að sparka meira í þingmenn þá finnst mér viðhorf starfsmannanna líka breytast. Það þykir mér óskaplega leiðinlegt og það er eins og þessi gömlu góðu hefðir þingsins hafi ekki skilað sér nógu vel inn í nútímann. Starfsmenn þingsins eiga að sjá til þess að allar hefðir séu í heiðri hafðar en nú er þetta orðið alltof frjálslegt fyrir minn smekk. Ekkert í þessum orðum felur það í sér að ég sé á móti starfsmönnum Alþingis. Ég er að fjalla um þá þróun sem hefur átt sér stað á Alþingi fyrir rúmum tuttugu árum og til dagsins í dag. Þessum orðum hefur verið snúið á hvolf – að ég sé á móti starfsmönnum þingsins og að ég vilji að það andrúmsloft sem var á Alþingi þá komi aftur óbreytt. Þingmaður má sín lítils þegar ummæli eru rangtúlkuð. Í þessu tilfelli gleymist kjarninn sem í orðum mínum felst þ.e. sjálf ummælin sem eru í blaðinu og umræðan leidd út um víðan völl. Við því er ekkert að gera. Enginn fjölmiðill hafði samband við mig til að spyrja út í ummæli mín – eða hvað ég átti við – úr því viðtalið virðist vera óljóst. En þetta er umhverfið sem við búum við. Eftir á að hyggja sé ég að ég hafi mátt vera nákvæmari í að orða hugsanir mínar. Ég vil líka taka fram að ég er mjög íhaldssöm þegar kemur að hefðum og sú hugsun sem ég átti við skilar sér ekki í viðtalinu. Ég vil biðja starfsfólk Alþingis afsökunar á þeim óþægindunum sem þessi umræða hefur leitt af sér. Ég ber fullt traust til allra sem starfa á Alþingi og vonast ég eftir góðu samstarfi hér eftir sem hingað til. Eins er rétt að það komi fram að ég ber fullt traust til forseta þingsins Einars K. Guðfinnssonar. Alþingi er í góðum höndum undir hans stjórn. Með vinsemd og ósk um góða helgi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir segir ummæli sín í tímaritinu Monitor hafa verið rangtúlkuð. Hún segist ekki vera á móti starfsmönnum Alþingis né heldur að hún vilji að „andrúmsloft“ Alþingis fyrir tuttugu árum síðan snúi aftur óbreytt. Þetta kemur fram í tölvupósti sem hún sendi á þingmenn í dag. Mörg ummæli Vigdísar í viðtalinu vöktu athygli, ekki síst þau sem sneru að umgjörð á Alþingi fyrr á árum og í dag. Orðrétt sagði hún í viðtalinu: „Það er mjög gaman að hafa fengið að upplifa það Alþingi sem var og hét þegar virðing þess var sem mest. Viðbyggingin var ekki komin, starfsfólk þingsins ávarpaði ekki þingmenn og það fylgdi því mikil virðing að vera Alþingismaður.“ Einnig sagði hún þingið orðið alltof „frjálslegt“ fyrir sinn smekk. Margir settu spurningarmerki við þessi orð Vigdísar en í póstinum sem hún sendir í dag segir hún kjarnann í orðunum sínum hafa gleymst og umræðuna leidda um víðan völl. Hún gagnrýnir einnig vinnubrögð fjölmiðla í málinu. „Enginn fjölmiðill hafði samband við mig til að spyrja út í ummæli mín – eða hvað ég átti við – úr því viðtalið virðist vera óljóst. En þetta er umhverfið sem við búum við,“ segir í póstinum. Hún biður jafnframt starfsmenn Alþingis afsökunar á óþægindum sem þetta mál gæti hafa leitt af sér og tekur fram að hún beri fullt traust til allra sem á Alþingi starfa. Í póstinum fjallar hún ekki um viðbrögð við ummælum sínum í viðtalinu um Blaðamannafélag Íslands, en þau vöktu einnig þónokkra athygli.Ekki náðist í Vigdísi við vinnslu þessarar fréttar. Hér má sjá póstinn í heild sinni: Góðan dag Nú hefur fjölmiðlaumfjöllunin um ummæli mín í Monitor nánast fjarað út. Þá er rétt að ég komi mínum sjónarmiðum á framfæri milliliðalaust - því ekki þýddi fyrir mig að fara inn á völlinn þegar hún var sem heitust. Ég vil biðja ykkur öll um að lesa ummæli mín orðrétt: Fyrir aldamót var ég varaþingmaður í tvö kjörtímabil. Þá hef ég líklega bara tekið það að mér til þess að vera einskonar skrautfjöður á listanum eða eitthvað slíkt eins og gerist en á þessu tímabili fór ég þrisvar eða fjórum sinnum inn sem varaþingmaður. Það er mjög gaman að hafa fengið að upplifa það Alþingi sem var og hét þegar virðing þess var sem mest. Viðbyggingin var ekki komin, starfsfólk þingsins ávarpaði ekki þingmenn og það fylgdi því mikil virðing að vera Alþingismaður. Síðan hefur þetta breyst mikið og andrúmsloftið og öll umgjörðin finnst mér orðin allt öðruvísi. Eftir að fjölmiðlar byrjuðu að sparka meira í þingmenn þá finnst mér viðhorf starfsmannanna líka breytast. Það þykir mér óskaplega leiðinlegt og það er eins og þessi gömlu góðu hefðir þingsins hafi ekki skilað sér nógu vel inn í nútímann. Starfsmenn þingsins eiga að sjá til þess að allar hefðir séu í heiðri hafðar en nú er þetta orðið alltof frjálslegt fyrir minn smekk. Ekkert í þessum orðum felur það í sér að ég sé á móti starfsmönnum Alþingis. Ég er að fjalla um þá þróun sem hefur átt sér stað á Alþingi fyrir rúmum tuttugu árum og til dagsins í dag. Þessum orðum hefur verið snúið á hvolf – að ég sé á móti starfsmönnum þingsins og að ég vilji að það andrúmsloft sem var á Alþingi þá komi aftur óbreytt. Þingmaður má sín lítils þegar ummæli eru rangtúlkuð. Í þessu tilfelli gleymist kjarninn sem í orðum mínum felst þ.e. sjálf ummælin sem eru í blaðinu og umræðan leidd út um víðan völl. Við því er ekkert að gera. Enginn fjölmiðill hafði samband við mig til að spyrja út í ummæli mín – eða hvað ég átti við – úr því viðtalið virðist vera óljóst. En þetta er umhverfið sem við búum við. Eftir á að hyggja sé ég að ég hafi mátt vera nákvæmari í að orða hugsanir mínar. Ég vil líka taka fram að ég er mjög íhaldssöm þegar kemur að hefðum og sú hugsun sem ég átti við skilar sér ekki í viðtalinu. Ég vil biðja starfsfólk Alþingis afsökunar á þeim óþægindunum sem þessi umræða hefur leitt af sér. Ég ber fullt traust til allra sem starfa á Alþingi og vonast ég eftir góðu samstarfi hér eftir sem hingað til. Eins er rétt að það komi fram að ég ber fullt traust til forseta þingsins Einars K. Guðfinnssonar. Alþingi er í góðum höndum undir hans stjórn. Með vinsemd og ósk um góða helgi
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Sjá meira