Innlent

Reykjavík skuldaði Valsmönnum 300 milljónir

Bjarki Ármannsson skrifar
Tölvugerð mynd af fyrirhugaðri framkvæmd við Hlíðarenda.
Tölvugerð mynd af fyrirhugaðri framkvæmd við Hlíðarenda. Mynd/Valur
Reykjavíkurborg skuldaði fasteignafélaginu Hlíðarfæti 385 milljónir króna í skaðabætur, en Hlíðarfótur er í eigu knattspyrnufélagsins Vals og aðila sem tengjast því. Skuldin er tilkomin vegna frestanna sem urðu á framkvæmdum félagsins á Hlíðarendasvæðinu, en þar stendur til að reisa íbúðarhúsnæði næsta haust.

Frá þessu er greint á DV, en upphæðin er fengin úr svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn DV. Líkt og greint hefur verið frá í vikunni, verða um 600 íbúðir byggðar á Hlíðarenda en fyrir liggur deiliskipulag um landsvæðið sem heimilar byggingu 60 þúsund fermetra íbúðarhúsnæðis.

Krafa Hlíðarfóts var notuð upp í skuld félagsins við Reykjavíkurborg vegna kaupa á Hlíðarendalandinu í fyrra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×